,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR UM HELGINA

Ágæt þátttaka var í útileikunum um verslunarmannahelgina. Stöðvar voru virkar m.a. frá Þverárfjalli (við Sauðarkrók), Hofsósi og Húsavík (TF1OL), frá Búrfellsvirkjun, Grímsnesi og Eyrarbakka (TF3DT), Stokkseyri (TF1BT), frá Hveragerði (TF1EIN), frá Vogum og Djúpavatni (TF8KY), frá Borgarfirði (TF2LL og TF3GZ), frá Kleifarvatni og Hveravöllum (TF3EK), frá Reykjavík og nágrenni: TF1A, TF1EM, TF3DX/P, TF3EK, TF3IRA, TF3JB, TF3LB og TF3Y. Einnig heyrðist vel (í Reykjavík) frá TF3VJN (í Fnjóskadal), TF7DHP (á Akureyri), TF3IG í Grímsnesi, TF3XO í Reykjavík og fleirum sem ekki tóku þátt í leikunum að þessu sinni.

Flest sambönd voru á tali (SSB) og morsi (CW), en ekki er vitað um að menn hafi haft sambönd á FT8 eða FT4 samskiptaháttum. Tíðnin 3637 kHz á 80 metrum var mest notuð ásamt 160, 40, 60 og 20 metra böndunum. Skilyrði til fjarskipta innanlands voru misgóð um helgina en best á laugardeginum.

Ánægjulegt erindi barst frá Póst- og fjarskiptastofnun 28. júlí þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metrum (5351,5 -5366,5 kHz) útileikadagana 1.-3. ágúst, með fyrirvara um truflanir.

Þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK, umsjónarmanns TF útileikanna fyrir góða kynningu og utanumhald. Frestur til að skila dagbókum er til 10. ágúst.

Stjórn ÍRA.

Ólafur Örn Ólafsson TF1OL var með 18 metra háa glertrefjastöng í TF útileikunum fyrir loftnet á lægri böndunum. Hér er hann staddur sunnan við Húsavík 2. ágúst. Hann var QRV frá 4 reitum, IP16, IP15, IP06 og IP05. Ljósmynd: Ólafur Örn Ólafsson TF1OL.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY gengur frá 12 metra hárri glertrefjastöng fyrir 80 metra loftnet á Djúpavatnsleið syðst á Reykjanesi 2. ágúst. Keli hafði mörg góð sambönd með þennan búnað og 100W sendiafl. Ljósmynd: Björn Þór Hrafnkelsson TF8TY.
Félagsstöðin TF3IRA var QRV í leikunum frá Skeljanesi um helgina. Reynir Björnsson TF3JL virkjaði stöðina á morsi sunnudaginn 2. ágúst. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 3 =