,

STEFNT AÐ NÁMSKEIÐI Í OKTÓBER

Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni.

Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. Skoða þarf m.a. möguleikann á því að halda námskeið og jafnvel próf yfir netið, sem er gert í sumum löndum. Námsefni þarf að endurnýja“. Í bréfi til prófnefndar dags. 4. júlí s.l. var nefndarmönnum þakkaður framúrskarandi góður undirbúningur og framkvæmd á prófi PFS til amatörleyfis 5. júní s.l. í Skeljanesi.

Síðan segir m.a., „…að um gæti verið að ræða tiltölulega stuttan fund (kannski sem fyrri af tveimur) þar sem áhersla yrði á undirbúning þess að bjóða námskeið e.t.v. í október n.k. yfir netið með óbreyttu námsefni“. Ennfremur að „..Nýtt námsefni sé vissulega aðkallandi – en það gæti verið tímasparandi við undurbúning námskeiðs í október, að fresta umræðum/undirbúningi innleiðslu þess þar til á [næsta] námskeiði þar á eftir, þ.e. í febrúar 2022. Áætlaður fundardagur er 10. ágúst n.k.

Nánar verður skýrt frá ákvörðunum um námskeiðahald þegar og dagsetningar og fyrirkomulag liggur fyrir.

Stjórn ÍRA.

.

Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar fer yfir prófspurningar í Skeljanesi 5. júní s.l. eftir að prófnefnd hafði farið yfir úrlausnir ásamt fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (fulltrúi stjórnar) og Einar Kjartansson TF3EK (prófnefnd). Sitjandi frá vinstri: Jón E. Guðmundsson TF8KW, Júlía Guðmundsdóttir, Pálmi Árnason TF3PO, Arnlaugur Guðmundsson TF3RD, Jón Björnsson TF3PW (fulltrúi stjórnar), Yngvi Harðarson TF3Y (prófnefnd), Kjartan Birgisson TF1ET (bak í myndavél) og Kristinn Andersen TF3KX (prófnefnd). Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 1 =