,

SKEMMTILEGUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A var með frábæra kynningu á Es’hail 2 / QO-100 gervitunglinu í Skeljanesi laugardaginn 3. september.

Hann kom með eigin ferðastöð sem var sett upp innanhúss og sýndi okkur hve einfalt það er að hafa fjarskipti um tunglið, en 90 cm diskloftneti var komið upp á standi við glugga (í austurhluta salarins) og fljótlega voru merkin frá QO-100 farin að heyrast.

Hann flutti síðan fróðlegan inngang um búnaðinn og reynslu sína af að stunda fjarskipti um tunglið, en hann er nýkominn úr hringferð um landið þar sem hann hafði yfir 1000 QSO með þeim búnaði sem hann kom með í Skeljanes. Hann kynnti m.a. það nýjasta, sem er DXTO M4-EX transverter fyrir QO-100 gervitunglið, en hann fékk sýningareintakið lánað á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen fyrr í sumar.

Eftir kaffihlé færðu menn sig upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA þar Kenwood TS-2000 stöð félagsins var sett í loftið um QO-100 gervitunglið (sjá ljósmyndir).

Bestu þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir afar áhugaverðan, fróðlegan og skemmtilegan laugardag í Skeljanesi. Alls mættu 12 félagsmenn og 1 gestur á kynninguna þennan sólríka síðsumardag í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

QO-100 (OSCAR 100) er fyrsta amatörgervitunglið á staðbraut (e. geostationary) sem þýðir að það þarf engan stýribúnað því stefnan er alltaf sú sama, sem einfaldar mjög uppsetningu búnaðar. Að sama skapi eru móttöku- og senditíðnir alltaf þær sömu. Sendingar inn á tunglið eru á 2400 MHz (e. uplink) og hlustunin er á 10450 MHz (e. downlink).

Ari kynnti m.a. Adalm-Pluto SDR 10 mW sendi-/viðtækið sem er fyrir 60 MHz til 3,8 GHz. Margir nota það til til fjarskipta um QO-100. Þá er notaður RF magnari sem gefur út allt að 20W á 2,4 GHz. 
Ari fjallaði ítarlega um mismunandi gerðir LNB (Low-Noise Block downconverter) sem er hluti af loftnetinu og er staðsett fyrir framan diskinn.
Aðspurður, sagði Ari sagði okkur m.a. frá hvaða aðferð hann notaði þegar hann fékk á sig þyrpingu (e. pile-up) á ferð um landið í síðasta mánuði með QO-100 ferðastöðina.
Ari sýndi okkur m.a. DXTO M4-EX transverter’inn, en tækið vinnur sjálfstætt og breytir merkjum á 28 MHz upp á 2.4 GHz og frá 10.5 GHz niður á 28 MHz – þannig að tölva er óþörf.
Þegar hér var komð sögu var búið að “finna” QO-100 og merkin tekin að streyma inn á fartölvuna hjá Ara.
Eftir kaffihlé var haldið upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Á myndinni er Ari að stilla inn merkin frá QO-100 á Kenwood TS-2000 stöð félagsins.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA tók nokkur sambönd um QO-100. Hans Konrad Kristjánsson TF3FG fylgist með.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG tók líka nokkur sambönd um QO-100 gervitunglið. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + 1 =