,

Skemmtileg stund í Skeljanesi í gærkvöldi

Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.

1992 skrifaði Mary í CQ

‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…

TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × three =