,

SKEMMTILEG SKILYRÐI – ALLT UPP Í 70 MHZ

Góð DX-skilyrði hafa verið undanfarna daga bæði á HF og VHF.

Efri böndin hafa verið vel opin á 17, 15, 12 og 10 metrum. Á „cluster“ má sjá að mörg TF kallmerki hafa haft áhugaverð DX-sambönd, m.a. TF1OL, TF2MSN, TF3GB, TF3VS, TF5B, TF6JZ og fleiri.

6 metra bandið verið líka verið spennandi; og eins og einn leyfishafi lýsti skilyrðunum þar, „…að 6 metrarnir hafi nánast verið opnir allan sólarhringinn að undanförnu“. TF1A, TF2MSN og TF8KY eru allir með ný loftnet á bandinu, þar af eru Óðinn og Hrafnkell báðir með stór 6el LFA Yagi loftnet frá InnovAntennas.

Spennandi opnanir hafa ennfremur verið á 4 metrum (70 MHz). Smári, TF8SM, birti t.d. mynd á FB síðum af skráningum á „cluster“ sem sýna sambönd 28. og 29. maí, m.a. við 9A, 9H1/9H4, DL, EA8, G (mörg kallsvæði), OX, PA og S5. Þess má geta að Smári er með nýtt Yagi loftnet á bandinu.

Radíóvitar TF3ML á Mýrum í Borgarfirði hafa sannað gildi sitt að undanförnu (eins og svo oft áður) og margar skráningar hafa borist inn á “cluster”. Þeir er á 6M (50.457 MHz) og 4M (70.057 MHz). Báðir nota sama kallmerki, TF1VHF.

Myndin er af glæsilegu 6 el LFA Yagi loftneti TF2MSN fyrir 50 MHz bandið sem hann setti saman ásamt Hannesi syni sínum 23. maí s.l. Þess má geta, að Hrafnkell TF8KY, setti samskonar loftnet upp skömmu áður. Ljósmynd: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − eight =