,

Skemmtileg kvöldstund með Önnu og Völu í Skeljanesi.

Nokkrir kjarkmiklir karlamatörar, rúmlega einn tugur, áttu mjög skemmtilega stund með þeim Önnu, TF3VG og Völu, TF3VD í Skeljanesi í gærkvöldi. Þær kynntu alþjóðlega YL ráðstefnu sem fram fer í Reykjavík núna í maí og var kynningin allt að einu fróðleg, lifandi og framúrskarandi vel flutt.

Það var áhugavert að fá þessa skemmtilegu kynningu á YL starfinu og á vönduðum undirbúningi þeirra fyrir ráðstefnuna og heyra líka af SYLRA 2015, Scandinavian Young Ladies Radio Amateurs ráðstefnunni sem verður haldin hér á landi á næsta ári.

ÍRA félagar eru hvattir til að taka þátt og mæta á kvöldverðinn í vor, ennþá er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á Völu, tf3vd@centrum.is, sjá nánar fréttina hér á undan.

Anna og Vala

Takk Anna og Vala fyrir frábært kvöld

heimasíða ráðstefnunnar: www.iyl.ritmal.is

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + 6 =