SKELJANES FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 24. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi verður opið (fyrir mest 3 samtímis) og QSL herbergi (fyrir mest 2 samtímis).
Grímunotkun í húsnæðinu er valkvæð, samanber núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra til 29. þ.m. um takmörkun á samkomum vegna faraldurs.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=2acbd819-a1bf-4bbe-8b71-aed8d3d4557f
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!