,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

TF3TNT losar gömlu festinguna. Sumir boltarnir snérust í sundur strax og tekið var á þeim.

Eins og fram kom í síðasta mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan RF magnara.
Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og hrint af stað söfnun til að létta undir með félagssjóði og hjálpa
til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður
brúað bilið upp á það sem vantar.

Menn sjá fyrir sér að hugsanlega geti 30 félagar verið tilbúnir til að leggja verkefninu lið, til dæmis með 10 þúsund króna framlagi hver, en að sjálfsögðu má framlag hvers og eins vera minna eða meira en sú fjárhæð. Hugmyndin er þegar þar að kemur, að boðað verði til fundar þar sem tekin verði sameiginleg ákvörðun um kaup á tiltekinni tegund og gerð magnara.

Stefán Arndal, TF3SA, opnaði reikning þann 1. febrúar síðastliðinn í þágu söfnunarinnar í Íslandsbanka, fyrir væntanleg framlög. Reikningurinn ber nafnið: „HF magnari fyrir Í.R.A.” og er reikningsnúmerið 0515-14-122257. Kennitalan er á hans nafni, 260831-2839 og hefur hann þegar lagt persónulega inn á þennan reikning 20 þúsund króna framlag.

Stefán er forsvarsmaður söfnunarinnar og vörslumaður fjárins og mun hann svara fyrirspurnum félagsmanna vegna söfnunarinnar. Fyrir liggur staðfesting stjórnar félagsins þess efnis, að félagssjóður muni styrkja kaupin. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni, höfðu alls 9 félagar gefið samtals 112.345 krónur í söfnunina að kvöldi fimmtudagsins 28. febrúar. Undirritaður hvetur félagsmenn til að styðja þetta góða framtak.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 2 =