,

Próf til amatörleyfis fór fram 28. apríl

Hluti þátttakenda í prófi til amatörleyfis í Skeljanesi 28. apríl.

Próf á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes 28. apríl. Prófið var tvískipt, annarsvegar í undirstöðuatriðum í raffræði og radíótækni og hinsvegar í reglugerð og viðskiptum.

Alls þreyttu átta manns fyrri hluta prófsins og fimm manns þann síðari. Tveir náðu fullnægjandi árangri til G-leyfis í tæknihlutanum og allir fimm náðu fullnægjandi árangri til réttinda í reglugerðahlutanum, þar af þrír til G-leyfis og tveir til N-leyfis.

Prófnefnd Í.R.A. annaðist undirbúning og framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið var skriflegt og fór bæði fram á íslensku og ensku. Prófið var að þessu sinni haldið án undanfarandi námskeiðs.

Fulltrúar prófnefndar Í.R.A. á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX formaður, Kristján Benediktsson TF3KB, Kristinn Andersen TF3KX og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, auk Þórs Þórissonar TF3GW. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunnar: Bjarni Sigurðsson séfræðingur. Fulltrúar stjórnar Í.R.A. á prófstað: Jónas Bjarnason TF2JB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.

Prófnefnd Í.R.A. að störfum eftir prófið 28. apríl ásamt fulltrúa Póst- og fjarskipta-
stofnunar. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson
TF3VS, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX formaður prófnefndar, Bjarni Sigurðsson
sérfræðingur hjá PFS og Kristinn Andersen TF3KX. Ljósmynd: TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 1 =