,

Póst- og fjarskiptastofnunin veitir sérstakar heimildir á 160 metra bandinu.

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dagsett fimmtudaginn 6. janúar 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum nú heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni þann 30. desember s.l.

Heimildin er tímabundin, þ.e. gildir fyrir almanaksárið 2011. Hún er veitt á víkjandi grundvelli (forgangsflokkur 2). Þeir leyfishafar sem óska að vinna í umræddu tíðnisviði í einhverri neðangreindra keppna framangreindri aflheimild, þurfa að sækja um það sérstaklega til stofnunarinnar hverju sinni, á netfangið: hrh hjá pfs.is.

Heimild PFS gildir um eftirfarandi tilgreindar alþjóðlegar keppnir í meðfylgjandi töflu (í tímaröð eftir mánuðum):

Keppni Teg. útg. Hefst Lýkur Tímalengd
CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 28. janúar kl. 22:00 Sunnudag 30. janúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 19. febrúar kl. 00:00 Sunnudag 20. febrúar kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Föstudag 25. febrúar kl. 22:00 Sunnudag 27. febrúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 5. mars kl. 00:00 Sunnudag 6. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 26. mars kl.00:00 Sunnudag 27. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 28. maí kl. 00:00 Sunnudag 29. maí kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

IARU HF Championship keppnin
Unknown macro: {center}CW/SSB

Laugardag 9. júlí kl. 12:00 Sunnudag 10. júlí kl. 12:00
Unknown macro: {center}24 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 29. október kl. 00:00 Sunnudag 30. október kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 26. nóvember kl. 00:00 Sunnudag 27. nóvember kl. 23.59
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 2. desember kl. 22:00 Sunnudag 3. desember kl. 16:00
Unknown macro: {center}40 klst.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − 13 =