,

OZ24FX, SÉRSTAKT KALLMERKI Í JANÚAR.

Þann 14. janúar hefur Margrét Þórhildur Danadrottning verið á veldisstóli í 52 ár. Hún mun þá formlega stíga til hliðar og sama dag og verður Friðrik krónprins krýndur konungur Danaveldis.

Danskir radíóamatörar hafa ákveðið að halda upp á viðburðinn og setja sérstakt kallmerki í loftið, OZ24FX til heiðurs Friðrik X.

Kallmerkið verður sett í loftið 14. janúar kl. 00:01 og verður virkt til 21. janúar kl. 23:59. Til greina kemur, að viðburðurinn verði framlengdur út janúarmánuð.

Kallmerkið verður í loftinu á 160-10 metrum. Miðað er við sambönd á CW, SSB og DIGI mótunum. Radíóamatörar í Evrópu (þ.á.m. á Íslandi) geta sótt um glæsileg viðurkenningarskjöl nái þeir samböndum. Í boði eru: GULL (QSO á 6 böndum); SILFUR (QSO á 4 böndum) og BRONS (QSO á 3 böndum).

QSL: OZ1ACB. Upplýsingar:  oz1acb@wiland.dk

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Margrét Þórhildur drottning og Friðrik krónprins ásamt fleirum í höllinni 4. janúar. Ljósmynd: Keld Navntoft, Kongehuset
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 3 =