Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 7. september. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 7 og 14 MHz.
Yfir kaffinu var mikið rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum. Margir velta fyrir sér uppsetningu á nýjum loftnetum, en stærstu alþjóðlegu keppnir ársins eru framundan. Einnig komu góðir gestir í hús sem íhuga að taka þátt í námskeiði félagsins sem hefst 25. september n.k. í HR, bæði í stað- og fjarnámi. Þá hafði töluvert borist af góðu radíódóti frá þeim TF3TV og TF3WS.
Alls mættu 25 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í kyrru síðsumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.








Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!