,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi.

Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. Annar er borðlykill og hinn er lykill af burðarstöð. Þetta eru lyklar í fullkomnu lagi sem gefa mjúka og örugga lyklun. Þakkir til Serge fyrir góða gjöf. Lyklunum verður fundinn staður í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Alls mættu 11 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld þrátt fyrir erfiða vetrarfærð í höfuðborginni.

Stjórn ÍRA.

Björgvin Víglundsson TF3BOI og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Sergii Matlash US5LB.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Sergii Matlash US5LB og Mathías Hagvaag TF3MH.
Morslyklarnir tveir. Sá minni er gerður til að festa á burðarstöð.
QSL kort US5LB. Þakkir til Georgs Kulp TF3GZ fyrir ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − 11 =