,

FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA var opin 18. febrúar. Þetta var önnur opnunin eftir samfellda 5 mánaða lokun vegna Covid-19; en fyrsta opnun var s.l. fimmtudag.

Allir með andlitsgrímur og allir sprittuðu hendur við inngang  í húsnæðið. Þór Þórisson, TF1GW, kom færandi hendi með radíódót úr dánarbúi TF3GB sem var til boða fyrir viðstadda samkvæmt forsendunni : „fyrstur kemur…fyrstur fær“. Hver félagi mátti hafa með sér þrjá hluti úr húsi. Margt nytsamlegt var í boði.  

Að vanda voru fjörugar umræður, m.a. um loftnet; ýmsar lausnir við uppsetningu vírneta, eins- og margbanda. Töluvert rætt um aflmagnara. Einnig rætt um aflgjafa, m.a. um  veikleika „switch-mode“aflgjafa samanborið við „linear“. Síðan vangaveltur um VHF og UHF böndin, m.a. að það mætti vera meiri virkni á 2 metrum.

Fjarskiptaherbergi félagsins var áfram lokað og aðgangur að herbergi QSL stofunnar var takmarkaður við einn félaga í einu. Allir voru sáttir við það fyrirkomulag.

Vel heppnað opnunarkvöld og almenn ánægja með að félagsaðstaðan væri aftur opin. Alls mættu 12 félagar í Skeljanes þetta ágæta febrúarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 18. febrúar. Frá vinstri: Sigmundur Karlsson TF3VE, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Benedikt Sveinsson TF3T, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH.
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sigmundur Karlsson TF3VE og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Fremst á mynd til vinstri og til hægri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sigmundur Karlsson TF3VE. Fjær: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Svavarsson TF3JON og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − eight =