NÝTT STANGARLOFTNET FYRIR TF3IRA
Nýtt New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftnet fyrir TF3IRA var sett upp í Skeljanesi í gær, 24. ágúst. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, 15 og 10 metrum.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA önnuðust verkefnið. Undirbúningur (þ.á.m. samsetning) fór fram 15. og 16. ágúst s.l., auk þess sem eldra net var tekið niður síðari daginn.
Eftir að verkefninu lauk í gær í sól og sumaryl var farið upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA og standbylgja prófuð. Hún reyndist í takt við handbók, þ.e. 1.1-1.2 í resónans á 10, 15, 20 og 40 metrum, en of há á 30 metrum (2.5) og alltof há á 80 metrum. Stefnt er að því að ljúka stillingu á þessum tveimur böndum næstu daga.
Loftnetið var keypt frá DX Engineering í Bandaríkjunum. Festing sem Georg Magnússon, TF2LL smíðaði árið 2019 var í góðu lagi og var notuð áfram. Einnig fæðilína og stagefni sem allt var í lagi, en settir voru strekkjarar úr ryðfríu stáli á hvert stag.
Sérstakar þakkir til þeirra Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW og Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir frábært vinnuframlag.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!