,

Niðurstöður í CQ WPX RTTY keppninni 2010

Ársæll Óskarsson, TF3AO.

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY keppninni sem fram fór dagana 13.-14. febrúar 2010. Viðunandi þátttaka var frá TF, en alls sendu fjórar stöðvar inn keppnisdagbækur.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 585,808 stig. Að baki þeim árangri voru alls 679 QSO og 376 forskeyti. Aðrir þátttakendur voru jafnframt með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO Forskeyti Skýringar
Öll bönd TF3AO* 585,808 679 376 Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3IG 179,250 336 239 Hámarks útgangsafl
Öll bönd (L) TF3PPN* 397,495 473 277 Mest 100W útgangsafl
14 MHz (L) TF3G* 50,619 163 141 Mest 100W útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + twelve =