,

NÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast mánudaginn 27. mars. Jafnframt verður fallið frá að óska eftir fyrirhuguðum prófdegi Fjarskiptastofu í byrjun júní.  

Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins sex skráðu sig innan tilskilins frests. Þeir sem hafa greitt námskeiðsgjöld fá þau endurgreidd.

Boðið verður upp á nýtt námskeið sem hefst í október. Það verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi. Skráning hefst þriðjudaginn 8. ágúst n.k.

F.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =