,

Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars

Frá prófdegi 2010.

Námskeið til amatörréttinda verður haldið á vegum félagsins Íslenskir radíóamatörar á tímabilinu 7. mars til 27. apríl n.k.
Kennsla fer fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19:00-22:00. Kennslu getur þó lokið
fyrr sum kvöld sem er háð kennsluefni hverju sinni.

Ath. að ekki verður af sérstöku kynningarkvöldi 2. mars n.k., heldur mun stutt kynning fara fram í byrjun fyrsta kvöldsins,
þ.e. mánudaginn 7. mars. Öllum er frjálst að mæta það kvöld í félagsaðstöðuna.

Stefnt er að því að sækja um til Póst- og fjarskiptastofnunar að próf verði haldið laugardaginn 14. maí n.k. kl. 10 árdegis.
Sú dagsetning býður upp á þann möguleika að efna til auka- og/eða æfingatíma eftir að formlegri kennslu lýkur.

Þeir sem hafa skráð sig á námskeiðið munu fá tölvupóst frá félaginu í dag, 1. mars, því til staðfestingar. Námskeiðsgjald verður
12.500 krónur. Innifalið eru námskeiðsgögn. Félagsmenn Í.R.A. greiða 9.500 krónur. Þeir sem gerast félagsmenn við skráningu
njóta lægra gjalds. Í lögum félagsins segir, að þeir sem ganga inn eftir 1. ágúst ár hvert greiði hálft félagsgjald. Fólk á aldrinum
16-66 ára greiðir þannig 2000 krónur og fólk yngra en 16 ára (og eldra en 67 ára) 1000 krónur.

Þátttakendum er bent á að kynna sér upplýsingar um strætisvagnaferðir á heimasíðu og tímatöflu þeirra, en viðkomustöð Strætó
er beint fyrir utan húsið. Nokkur spölur er í sölubúðir. Þátttakendum er því bent á að taka með sér nesti (ef þeir svo kjósa) en
félagssjóður býður ávallt upp á kaffi.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, skólastjóri námskeiðsins veitir allar nánari upplýsingar. Tölvupóstur hans er: kjartan@skyggnir.is

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =