NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS
- 28. mars til 20. maí – ef næg þátttaka fæst.
- Bæði í stað- og fjarnámi.
- Í Háskólanum í Reykjavík.
- Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30.
- Námskeiðinu lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
- Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
- Síðasti skráningardagur: 24. mars.
Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.
Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.
Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is
Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/348-2004
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!