,

Morsæfingar til jóla – stöðutaka í morsi í febrúar 2012

Eftir nokkurt hlé verður byrjað aftur á morssendingum þriðjudaginn 13. desember.  Stefán Arndal, TF3SA mun senda út mors á ca. 3540 kHz klukkan 21.00. Fram að jólum verður sent dagana 13. og 14. desember og svo aftur 19, 20 og 21 desember.  Í febrúar verður stöðutaka í morsi og veittar viðurkenningar eins og hefðbundið er.  Stöðutakan verður í móttöku á stafagrúbbum og sendingu á morsi.  Nánar verður greint frá formi væntanlegrar stöðutöku í morsi byrjun janúar.

73

Guðmundur de TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + 2 =