,

Kynning í Raftækniskólanum, Tækniskólanum

Í.R.A. stendur fyrir kynningu á starfsemi radíóamatöra í Raftækniskólanum / Tækniskólanum á Skólavörðuholti á svokölluðum opnum dögum skólans sem haldnir eru dagana 3. og 4. mars.


Jón Þóroddur Jónsson, verkfræðingur, TF3JA, mun annast kynninguna fyrir hönd félagsins og fer hún fram föstudaginn 4. mars á milli kl. 10-12. Viðburðirnir eru kynntir fyrirfram og þurfa nemendur að skrá sig sérstaklega á hvern viðburð.

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er tæplega 2700 nemenda skóli. Hann er samsettur úr alls 10 sérgeindum skólum, þ.e. Byggingartækniskólanum, Hársnyrtiskólanum, Hönnunar- og handverksskólanum, Fjölmenningarskólanum, Flugskóla Íslands, Tæknimenntaskólanum, Upplýsingatækniskólanum, Raftækniskólanum, Skipstjórnarskólanum og Véltækniskólanum.

Sjá nánar: http://www.vatnsendaskoli.is/files/skolinn/taekniskolinn.pdf?PHPSESSID=aa2ef12d9ab47d11c0f9aa05d876792c

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + fifteen =