,

Jarðskjálfti í Costa Rica – 7090 kHz tilkynnt sem neyðartíðni

Jarðskjálfti í Costa Rica, neyðartíðni ákveðin.

Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 19:21 GMT varð jarðskjálfti í Costa Rica. Jarðskjálftinn mældist 6,2 á Richter-kvarða.
Miðja jarðskjálftans var um 35 km norðaustan við San Jose og um 60 forskjálftar höfðu skekið landið í viku á undan aðal skjálftanum.

Radio Club de Costa Rica (RCCR) – sem er IARU aðildarfélag landsins – hlustar alla á endurvarpa á svæðinu ásamt tíðninni 7090 kHz. Cesar Pio Santos, neyðarstjóri IARU svæðis 2, HR2P, óskar eftir að tíðnini 7090 kHz verði haldið sem mest lausri við almenn amatör-fjarskipti. ARRL hvetur amatöra til að vera á varðbergi vegna neyðarfjarskipta á tíðninni. BNA amatörar eru beðnir um að varast að trufla fjarskipti á spænsku á tíðninni með notkun stafrænna sendinga.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − five =