,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.01.14 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL og TF3SNN

1. Umsóknir um eins stafs kallmerki

Umsókn frá Gísla G Ófeigssyni TF3US um að fá úthlutað TF3G var tekin fyrir, vonum seinna, en umsókn Gísla barst í upphafi árs 2008. Stjórnin sér sér því fært að vinna eftir þeim reglum sem voru í gildi fyrir síðasta aðalfund, en samkvæmt þeim uppfyllir Gísli þau skilyrði sem þarf til að fá úthlutað eins stafs kallmerki. Stjórnin samþykkti því að mæla með úthlutun á kallmerkinu TF3G til TF3US.

Umsókn frá Ómari Frits Eiríkssyni um TF3C hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun, og verið beint til ÍRA til umsagnar. Umsókn Ómars er dagsett þann 14. júní, eða eftir að aðalfundur 17. maí skipaði nefnd til að endurskoða reglur um eins stafs kallmerki. Því ákveðið að fresta afgreiðslu erindisins þar til næsti aðalfundur hefur staðfest nýjar reglur. Stjórnin bendir auk þess á að Ómar starfrækir að jafnaði stöð sína frá Danmörku en ekki Íslandi, og félagið geti ekki haft áhrif á það hvort P&F muni gefa út slíkt leyfi.

2. Vetrardagskrá

Eftirfarandi drög að vetrardagskrá voru rædd á fundinum:

  • 22. janúar: Formleg opnun sjakksins
  • 29. janúar: Erindi TF3DX með um Hveravalla-stöðina sem hann smíðaði í öndverðu. Þessi stöð var með fyrstu FET-magnara-stöðvum sem hannaðar voru fyrir SSB.
  • 12. febrúar: Erindi TF3BNT um solid state magnara
  • 5. mars: Kynning á notkun hugbúnaðarins MixW til notkunar í stafrænum mótunaraðferðum og til að logga.

Auk þess er TF3T með tilbúið erindi um magnetískar lúppur sem hægt er að grípa til. TF3SG mun arranséra endanlega og tilkynna dagskrárliðina.

3. Námskeið

Stefnt er að því að halda amatörnámskeið snemma vors líka. Hugmyndir hafa verið uppi um að halda morse-námskeið, og hefur TF3HR t.d. fengið vilyrði frá TF3AX um að sjá um námskeiðið. TF3HR heldur utan um þennan málaflokk.

Rætt var um erfiðleika við að koma mönnum, sem setið hafa námskeið, í loftið. Ræddar voru hugmyndir um að samþætta einhvers konar “elmer”-starf við námskeiðshaldið, auk þess að hafa meiri “hands-on” brag á námskeiðunum. TF3HR ræðir þetta við prófnefnd.

4. Auknar tíðniheimildir

Í framhaldi af umræðum á síðasta stjórnarfundi var TF3GL var falið að tala við P&F sem forundirbúning að erindi í þá veru að óska eftir útvíkkun á tíðniheimildum, en Íslendingar hafa nokkuð dregist afturúr sumum nágrannalandanna í heimildarmálum, t.d.:

  • 500 kHz-sviðiðb
  • 160 metrarnir, bilið milli 1850 og 1900 kHz og leyfilegt afl
  • 40 metrarnir, þegar amatörar verða primary notendur milli 7100 og 7200, spurning um hækkun afls í 1 kW
  • 70 MHz-sviðið, athuga hvaða heimildir eru í gangi í nágrannalöndunum

5. Útgáfumál

Ákveðið var að útvíkka ritnefnd CQTF og mun TF3SG taka að sér að vinna með TF3JA, ritstjóra CQTF, að útgáfu blaðsins.

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − sixteen =