,

IYL 2014 – YL ráðstefna á Íslandi í vor

Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Anna Henriksdóttir, TF3VB, og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD, skipuleggja ráðstefnuna og ÍRA kemur að ráðstefnunni á ýmsan hátt.

Föstudaginn 9. maí fer hópurinn í skoðunarferð um Reykjavík sem endar í Skerjafirðinum hjá ÍRA um kl. 16. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að kíkja við í Skerjafirðinum á leið heim úr vinnu þann dag, hitta erlendu gestina, spjalla um áhugamálið og kynna sig.

Laugardaginn 10. maí ætla konurnar að eiga stund saman en karlarnir fara í “dagvistun” hjá ÍRA. Þann dag frá kl. 10 til 15 verður opið hús í Skerjafirðinum þar sem erlendu gestunum gefst tækifæri til að taka í lykilinn, prófa mækinn og skoða búnað TF3IRA, jafnvel taka þátt í einhverju verkefni við stöðina eins og að lagfæra eða setja upp loftnet.

Sunnudaginn 11. maí verður hinn eiginlegi ráðstefnudagur og eru ÍRA félagar og aðrir áhugasamir velkomnir á ráðstefnuna. Á ráðstefnunni kynna Íslenskir fyrirlesarar ýmis fjarskiptatengd verkefni á ensku. Meðal annars ætlar starfsmaður 112 að kynna öryggisfjarskiptakerfi landsins og Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Almannavarna ætlar að segja frá ýmsum alþjóðlegum rústabjörgunarverkefnum og mikilvægi fjarskipta þeim tengdum. Ráðstefnan verður frá kl. 13 til  16 og er þátttökugjaldið 1.500 kr. Á ráðstefnunni verður boðið uppá kaffi og meðlæti.

Að kvöldi sunnudagsins stendur ÍRA félögum til boða að taka þátt í hátíðarkvöldverði ráðstefnunnar. Kvöldverður, 3 rétta, kostar 9.500 á mann.

Þeir sem koma bæði á ráðstefnu og kvöldverð greiða fyrir það samtals 10.000 krónur.

Vegna vinnu við skipulag ráðstefnunnar er mikilvægt að áhugasamir skrái sig, að minnsta kosti á kvöldverðinn, sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir 15. mars. Vala tekur við skráningu í netfangið tf3vd@centrum.is.

Heimasíða ráðstefnunnar er hér: www.iyl.ritmal.is

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hitta amatöra víða að. Anna og Vala verða á opnu húsi fimmtudaginn 27. mars í Skeljanesi og segja frá alþjóðlegu samstarfi YL, ráðstefnum sem þær hafa farið á og starfinu sem framundan er. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í næsta CQTF.

TF3SG, TF3VD, TF3VB og TF3JA hittust í Skeljanesi í kvöld til að spjalla þátt ÍRA í IYL2014.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − fourteen =