,

ÍRA á ferðasýningu 4×4 í Fífunni um helgina

ÍRA er í einu horninu á Fífunni í Kópavogi með HF stöð í loftinu um helgina og þar við hliðina sýningu á gömlum fjarskiftabúnaði í samvinnu við fjarskiptahóp 4×4 og radíóskáta. TF3BR, Bragi Reynisson er þar í tjaldi félagsins með stöðina sína og ekki var að heyra annað en að skilyrðin væru góð í gær og mikill áhugi sýningargesta á að forvitnast um þessi einkennilegu hljóð sem bárust úr tjaldinu. Einhverjir radíóamatörar höfðu heimsótt hann um daginn og haft á orði að lykillinn væri fyrir örfhenta…því var snarlega reddað sem formaður ÍRA, TF3SG staðfesti og tók aðeins í lykilinn. Á fyrstu myndinni er Bragi sitjandi við stöðina og er allur að koma til eftir mikil veikindi. Hann hafði það á orði að gott væri að vera búinn að snúa lyklinum því hann væri að byrja að æfa aftur lykilhreyfingarnar og engu máli skipti hverju hann hafði vanist fyrir veikindin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + 20 =