,

Heimsókn í aðalstöðvar SRAL

Frá vinstri: Annika Wahlström (OH2HSJ) og Ronja Gibson.

Undirritaður átti þess kost að heimasækja aðalstöðvar finnskra radíóamatöra á ferð þar í landi í síðustu viku (7. október s.l.) Félagið heitir fullu nafni Suomen Radioamatööriliito ry en yfirleitt er skammstöfunin SRAL notuð. SRAL rekur skrifstofu við Kaupinmaenpolku 9 í Helsinki og þangað er u.þ.b. 15 mín. ferð með leigubíl úr miðbænum. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 12:00-17:00, en á föstudögum er opið kl. 12:00-14:00.

SRAL hefur rúmgott húsnæði til afnota sem þeir deila með einu af sjö fyrirtækjum í Finnlandi sem selja tæki og búnað til radíóamatöra (Suomen Radioamatööritarvike OY; SRAT). Húsnæðið býður upp á aðstöðu fyrir bóka- og tímaritasafn og aðstöðu til að halda námskeið, auk þess sem klúbbstöðin OH2A hefur aðsetur á staðnum. Við upphaf ferðar hafði ég ekki búist við að hafa aflögu tíma til að heimsækja SRAL og því ekki tilkynnt sérstaklega um ferðir mínar fyrirfram þannig að ekki gafst tækifæri til viðræðna við formann þeirra eða aðra stjórnarmenn að þessu sinni.

Á hinn bóginn var ánægjulegt að hitta fyrir þær Anniku (OH2HSJ) og Ronju á skrifstofu SRAL. Annika er framkvæmdastjóri félagsins og sér m.a. um félagsblaðið Radioamatööri (sem kemur út mánaðarlega), heimasíðu félagsins, almannatengsl og síðast en ekki síst samskipti við félagsmenn. (Það kom m.a. fram að pabbi hennar er leyfishafi en ég gleymdi að skrifa kallmerki hans hjá mér). Hin stúlkan, Ronja, er í hálfu starfi hjá SRAL og er einmitt á námskeiði til amatörprófs um þessar mundir og vonast til að verða orðinn leyfishafi fyrir áramót. Annika bað fyrir góðar kveðjur til þeirra Önnu, TF3VB og Völu Drafnar, TF3VD – en hún hafði verið með þeim á vel heppnaðri ráðstefnu SYLRA (Scandinavian YL Radio amateurs) í Osló í byrjun september s.l.

Undirritaður mun gera heimsókninni betri skil í CQ TF.

73 de TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 1 =