,

Guðmundur TF3GL verður með fimmtudagserindið

Guðmundur Löve, TF3GL.

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 3. nóvember n.k.
Hann mun segja frá og halda fræðsluerindi um EZNEC forritið. Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum, en óhætt er að segja
að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu. Erindi Guðmundar hefst kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.
Virkni EZNEC verður kynnt með því að fara gegnum nokkrar grunngerðir loftneta, en áhugasamir geta sent óskir eða ábendingar
um tiltekin viðfangsefni til Guðmundar í tölvupósti.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

_____________


EZNEC loftnetaforritið var hannað af Roy W. Lewallen, W7EL. Hann var viðtakandi „Technical Excellence Award” á Dayton
sýningunni í Ohio í Bandaríkjunum í maí 2011. Hér á eftir fylgir umsögn dómnefndar:

Technical Excellence – Our Technical Achievement Award winner is Roy W. Lewallen, W7EL. Roy has been an amateur radio
operator since 1957. He is now best known for developing EZNEC antenna analysis software, introducing its predecessor
ELNEC in 1990. EZNEC and EZNEC+ are powerful but very easy-to-use programs for modeling and analyzing nearly any kind
of antenna in its actual operating environment. Continually sharing his expertise with the amateur community, Roy has written
numerous articles for QST, and contributed to other ARRL publications including the ARRL Antenna Book. These articles touch
on just all subject matter on antennas, feed lines and related subjects. Roy works as an electronics engineering consultant and
enjoys Field Day, backpacking, cross country skiing, and flying his Cessna 150.

Vefsíða til upplýsingar um EZNEC forritið: http://www.eznec.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + ten =