,

ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 4. MARS

Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. mars. Daggeir Pálsson, TF7DHP, félagsmaður okkar frá Akureyri var sérstakur gestur. Þá kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færandi hendi með radíódót, auk þess sem menn sóttu og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.

Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt og sérstaklega í ljósi truflana vegna segulstorma að undanförnu, VHF endurvarpa, mismunandi gæði fæðilína, tæknina og heimasmíðar.

Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 4. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Georg Kulp TF3GZ, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY. Ljósmynd: Wilhelm Siguðrsson TF3AWS.
Frá vinstri: Benedikt Sveinsson TF1T, Daggeir Pálsson TF7DHP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Erling Guðnason TF3EE og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Hluti af radíódótinu sem Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði í hús 4. mars. Ljósmynd: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =