,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 9. september. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem er búsettur í Aarau skammt frá Zürich í Sviss. Hann er hér á landi í 9. skipti.

Hann mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y en þeir hafa m.a. virkjað saman fjallatinda. Ralf er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið og hefur verið QRV frá mörgum löndum, m.a. einnig frá Færeyjum. Hann notar Elecraft KX-3 sendi-/móttökustöð og stangarloftnet (sbr. ljósmyndina sem Yngvi tók í Bláfjöllum í fyrra).

SOTA snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910.

Skemmtilegar umræður voru í félagsaðstöðunni yfir kaffinu, m.a. um SOTA málefni, mismunandi loftnet og búnað. Þá færði Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG okkur radíódót sem verður í boði til félagsmanna frá næsta opnunarkvöldi. Alls mættu 17 félagar + 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Ralf HB9GKR náði m.a. sambandi við leyfishafa heima í Sviss frá félagsstöðinni TF3IRA. Yngvi TF3Y fylgist með. Mynd: TF3JB.
Jónas TF3JB og Ralf HB9GKR á góðri stundu í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3Y.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − ten =