GÓÐ GJÖF TIL FÉLAGSINS
Stjórn ÍRA tók á móti góðri gjöf til félagsins í gær, 16. október. Um er að ræða 25-30 lítra af þakmálningu.
Félagsmaður okkar, Gunnar Bergþór Pálsson, TF2BE hafði samband og sagðist eiga þakmálningu afgangs. Hann sagðist hrifinn af framtaki félaganna við að mála húsið í Seljanesi í sumar og óskaði að leggja sitt af mörkum og gefa félaginu þakmálningu ef ske kynni að hugmyndir væru uppi um að mála þakið líka. Á meðfylgjandi mynd hafði verið tekið á móti gjöfinni og málningardósirnar undirbúnar til flutnings í Skeljanes.
Stjórn ÍRA þakkar velvilja og góðan stuðning Gunnars.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!