,

Gervihnöttur í Skeljanesi á fimmtudagskvöld 11. janúar

Kaffi og kleinur frá 20 – 22

Á fimmtudagskvöld kemur til okkar TF3ARI með síðasta hlutann af sinni kynningu á VHF/UHF/SHF fjarskiptum og gervihnöttum. Ari ætlar að sýna okkur módel af gervihnetti og lýsa smíði og uppskoti gervihnattar.

TF3ARI

Spútnik, fyrsta heimasmíðaða fylgitungl jarðarinnar var skotið á loft frá Kazakhstan í suðurhluta fyrrum Sovétríkjanna. Þvermál hnattarins var rúmur hálfur metri og þyngdin rúm 80 kíló. Tunglið hringsólaði um jörðina í fjóra mánuði en brann upp 4. janúar 1958 fyrir réttri hálfri öld. Tunglið var sýnilegt frá jörðu og var búið fjarskiptabúnaði.

Spútnik

 

Hvað þýðir spútnik?

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna.
af vísindavef

og…

Egill Ibsen sendi okkur póst:

Sælir herramenn og HNY, aldrei þessu vant þá kemst ég í Skeljanesið næsta fimmtudagskvöld. Mig langar til þess að koma með RS-918 (mcHF klón) og Chameleon F/P loop-net og sýna þeim sem hafa áhuga, tel að það séu nokkrir.

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 11 =

© 2016 | Íslenskir Radíóamatörar