,

Aðgangur að Norðurlandablöðum

Amatörar nær og fjær

Fyrir nokkru fengum við aðgang að amatörblöðum frá amatörfélögum á hinum Norðurlöndunum. NRRL, EDR, SSA og SRAL.

Við megum ekki dreifa þessu á netinu almennt en höfum leyfi til að dreifa þessu til félaga íRA.

Það tók tíma að finna út hvernig mætti gera þetta án þess að flókið yrði og þá hvernig þessu væri best stýrt. Eftir töluverðar vangaveltur þá ákváðum við að hver amatör sem er í íRA hefði sinn notanda til að skrá sig inn á ira.is. Með því að skrá sig inn fær viðkomandi aðgang að síðunni þar sem Norðurlandablöðin eru hýst.

Það verður að viðurkennast að þetta tók mig svolítinn tíma, bæði vegna anna í vinnu og annað. Mig langar að biðja alla velvirðingar á töfinni sem hefur orðið á birtingu blaðanna.

Hver félagi í ÍRA hefur nú sitt eigið notendanafn. Við erum búnir að skrá alla notendur inn í kerfið en athugið að nokkrir félagar eru ekki með skráð tölvupóstfang þar af leiðandi virkar aðgangurinn ekki. Endilega látið okkur vita ef tölvupóstfang er í boði.

Hér má sjá félagatalið: http://www.ira.is/felagatal/

Endilega athugið hvort tölvupóstfang er ekki skráð rétt en það er notað til að endursetja lykilorð.

Innskráningarferlið

Til að skrá sig inn á vefinn er hlekkur efst til hægri á síðunni sem er merktur Notandi. Undir þessarri valmynd má finna valmöguleikana “Innskráning” og “Nýskráning”.

Athugaðu að ef þú ert félagi er búið að forskrá þig í kerfið og ekki þarf að sækja um nýskráningu.

Allir félagar ÍRA eiga að vera forskráðir.

Þar sem allir félagar eru forskráðir þarf að smella á “I forgot my password” til að endursetja lykilorðið og er þá er beðið um notandanafn eða tölvupóstfang.

Notandanafnið er alltaf kallmerkið.

Þegar nýtt lykilorð hefur verið búið til er hægt að skrá sig inn.

Eftir að innskráningu er lokið þá má sýsla með upplýsingar um sjálfan sig. Undir valmyndinni “Notandi” birtist nú hnappur merktur “Breyta skráningu”. Þarna er hægt að lagfæra upplýsingar sem birtar eru á vefnum, skrifa eitthvað skemmilegt og skella inn mynd.

Þegar notandi er skráður inn mun aðgangur að norðurlandablöðunum opnast. Síðan sem hýsir öll blöðin má finna undir valmyndinni “Félagið” og þar undir “Fréttablöð”. En síðan “Norðurlandablöð NRAU” mun þá birtast þar.

Ég vona að þessar fátæklegu leiðbeiningar komi að gagni. Endilega sendið mér línu á ira@ira.is ef það eru spurnignar

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 3 =