,

Fundarboð

Góðir félagar.

Stjórn ÍRA boðar hér með til almenns félagsfundar fimmtudaginn 4. september kl. 20.00. Fundarstaður verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Umræðuefnið er tillaga að ályktun sem fram kom á síðasta aðalfundi, undirrituð af TF3GL, með áorðnum breytingum. Þar er fjallað um lærlingamál, fjaraðgangsmál og fleira því tengt. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að kynna sér tillögur GL mjög vel, svo menn geti rætt þær á fundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn einnig til að kynna sér það sem frá stjórninni hefur komið og vistað er á heimasíðu félagsins undir liðnum CEPT o.fl. og í fréttastraumnum á síðunni. Áréttað skal að einungis skuldlausir félagsmenn miðað við 2013 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

<Tenglar sem fylgdu fréttinni voru allir brotnir – TF3WZ>

 

Fundarboð þetta verður sent á irapóstinn og tölvupóstföng allra samkvæmt félagatalinu á heimasíðu félagsins.

73 de TF3GB, ritari ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 4 =