,

Frágangi og merkingum á QSL skáp lokið

Glæsileg aðstaða kortastofu Í.R.A. eftir breytingar og lokafrágang.

Við flutninga QSL stofu félagsins í nýtt rými þann 24. nóvember s.l. gafst tækifæri til að setja upp merkingar við QSL skáp félagsins. Við flutninginn var einnig byrjað á breytingum á merkingum við hólf félagsmanna, þ.e. endurgerð þeirra og uppfærlsu – sem nú er lokið fyrir öll kallsvæði. Þeir félagsmenn sem þurftu að bíða úthlutunar hólfa vegna þessa eru beðnir velvirðingar, en nýtt merkingakerfi hefur m.a. í för með sér að í framtíðinni verður ekki um biðtíma að ræða. Bjarni Sverrisson, TF3GB, er QSL stjóri innkominna korta.

Nýju QSL skilagreinarnar fyrir útsend kort sem kynntar voru á heimasíðu félagsins þann 9. desember (ásamt tilheyrandi umslögum) eru vel staðsettar vinstra megin við QSL skápinn. Hægra megin, neðarlega, má svo sjá mótttökukassa fyrir kort til útsendingar. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er QSL stjóri félagsins.

Endurskipulagningu á aðstöðu QSL stofunnar sem hófst í júlímánuði í fyrra (2010) er nú lokið. Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með farsæla lausn á þessu mikilvæga verkefni og þakkar þeim Bjarna og Guðmundi gott vinnuframlag.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + 17 =