,

Frábært fimmtudagskvöld með TF3CW og TF3Y

Erindið hófst kl. 20:30; Sigurður R. Jakobsson og Yngvi Harðarson, TF3Y fengu “contest-style” kynningu.

Erindi þeirra Sigurðar, TF3CW og Yngva, TF3Y í félagsaðstöðunni, fimmtudagskvöldið 17. febrúar var vel heppnað. Fullt hús (32 á staðnum) og góðar umræður. Menn slepptu kaffihléi og þeir félagar töluðu til kl. 22:30. Viðstaddir sóttu sér einfaldlega kaffi á meðan á erindinu stóð (sem gafst ágætlega) og gekk kaffikannan látlaust allt kvöldið.

Fyrri hluti erindisins fjallaði um hnattstöðu Íslands og norðurljósavirknina sem er að meðaltali 243 dagar á ári samanborið við aðeins 10 daga í mið-Englandi, 5 daga í norður-Frakklandi og 1 dag á ári í suður-Frakklandi.

Í seinni hlutanum var farið yfir allar helstu alþjóðlegar keppnir á árinu 2010 á CW, SSB og RTTY og árangur TF stöðva skoðaður, annars vegar með hliðsjón af norðurljósavirkni (í hverri keppni) og hins vegar með samanburði við aðrar stöðvar. Þetta var afar áhugaverður og vel heppnaður hluti erindisins og tóku fundarmenn virkan þátt með umræðum. Í ljós kom, að íslenskar stöðvar hafa í raun staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir allt – en hafa þarf í huga að samkeppnin er ekki einvörðungu ójöfn vegna norðurljósavirkninnar einnar, heldur er ótrúlegur fjöldi erlendra leyfishafa með afburða loftnet sem erfitt væri að setja á vetur hérlendis.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW og Yngva Harðarsyni, TF3Y fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Farið var yfir árangur TF stöðva í flestum alþjóðlegum keppnum á árinu 2010, þ.e. CW, SSB og RTTY.

Hnattstaða Íslands er óneitanlega erfið fyrir okkur á HF.

Menn voru óneitanlega hugsi þegar sýnt var hve erfið hnattstaða okkar er í raun, t.d. í samanburði við Breta og Frakka

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =