,

FRÁBÆR FLÓAMARKAÐUR AÐ HAUSTI

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 var haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. nóvember kl. 12-17.

Viðskipti hófust strax upp úr kl. 12 – manna á milli – í salnum, þannig að ekki fór allt á uppboðið sem hófst kl. 13:30. Markaðurinn var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru 12 félagar tengdir (þegar mest var); af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS stóð sig frábærlega vel sem uppboðshaldari og tókst endurtekið að „lokka“ fram hæsta mögulegt verð með skemmtilegri framkomu og „hæfilegum“ skammti af húmor. Alls voru boðin upp 80 númer og seldust nær 90%. Margir gerðu reyfarakaup á uppboðinu (sem og fyrir og eftir viðburðinn).

Í boði voru m.a. HF sendi-/móttökustöðvar frá Icom (IC-7300, IC-9700 með SP-38 borðhátalara og IC-7000); frá Kenwood (R-599D og T-599S + S-599 borðhátalari), Yaesu (m.a. FT-7900 og FT-90 og handstöðvar), Motorola (450 MHz bílstöð), Baofeng handstöðvar (UV-9R Plus) og Zodiac RT-4450/H/25 kHz (UHF endurvarpi). Einnig nokkrir aflgjafar, m.a. Alinco 230VAC/12.8VDC 30A og Beutler Werbetechnik; BWT 230VAC/13.8VDC 18A, bíl- og borðhátalarar (Kenwood SP-230 og Motorola, nokkrar gerðir), samtengd heyrnartól með spangarhljóðnema, nokkrir hand- og borðhljóðnemar (Icom, Kenwood og Yaesu). Standbylgju- og aflmælar frá Daiwa fyrir HF og VHF (úr CN HP línunni, m.a. 801, 901V, HP3) og standbylgju og aflmælir frá Saga No. 95-137, transverter fyrir 70 MHz (ME4T-Pro 28 MHz til 69.9-72MHz, 30W), Diamond loftnet (SRH-77CA) fyrir handstöðvar; 2M og 70CM), segulfótur fyrir bílloftnet, W3DZZ tvípóll 10-80M og DX-Commander (9,50 m. glertrefjastöng).

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Hinriks Vilhjálmssonar, TF3HV tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.

Alls tóku 42 félagsmenn þátt í viðburðinum, 30 á staðnum og 12 tengdir yfir netið þennan frábæra sunnudag í vesturbænum í Reykjavík.

Vilhjálmur TF3VS býður upp Kenwood SP-230 borðhátalara. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Kristján Benediktsson TF3KB.
Vilhjálmur TF3VS býður upp DX-Commander 9,5 metra háa glertrefjastöng. Mörg boð voru í DX-Commander’inn. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, Kristján Benediktsson TF3KB og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL.
Icom IC-7300 og IC-9700 móttöku-/sendistöðvar voru m.a. í boði frá dánarbúi TF3ML.
Margskonar dót. M.a. stjórnkassi fyrir Yaesu 450 rótor, Yaesu FT-7900 VHF/UHF stöð, Icom IC-7000 HF/VHF stöð og Yaesu FRT-7700 aðlögunarrás fyrir viðtæki 0.1-30 MHz. Einnig Yaesu FRG-100, Yaesu FRG 7, Yaesu FRG-8800 og FRG-7700 viðtæki með aukahlutum.
Frá vinstri: M.a. margir borðhljóðnemar (Yaesu, Kenwood). Einnig Kenwood R-1000 viðtæki fyrir 0.1-30 MHz, W3DZZ loftnet fyrir 10-80 m. og Kenwood R-599D og T-599S + S-599 borðhátalari
Meira dót, þ.á.m. endurvarpi frá Zodiac fyrir 450 MHz, Motorola 100W bílstöð fyrir 450 MHz, Kenwood R-1000 viðtæki o.fl.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Þröstur Ingi Antonsson TF1TX (bak í myndavél), Jón E. Guðmundsson TF8KW, Benedikt Guðnason TF3TNT (bak í myndavél) og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Benedikt Guðnason TF3TNT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (allir með bak í myndavél), Svanur Hjálmarsson TF3AB og Greppur Torfason TF7ZF (bak í myndavél).
Benedikt Guðnason TF3TNT, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, XYL TF3EO og dóttir og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Pier Kaspersma TF3PKN, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Benedikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 + fifteen =