,

Frábær árangur hjá TF3DX úr bílnum

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.

Vilhjálmur, TF3DX, hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum “/M” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá /M stöð frá TF til Japans (við JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009.

Að þessu sinni hefur Vilhjálmur enn náð framúrskarandi árangri úr bílnum með samböndum við VP8ORK DX-leiðangurinn sem var á Suður-Orkneyjum (við Suður-Heimskautið) dagana 27. janúar til 8. febrúar s.l., sbr. meðfylgjandi upplýsingar um sex QSO við leiðangurinn úr fjarskiptadagbók hans:

Band

Teg. útg.

80 metrar

CW, SSB

40 metrar

CW

30 metrar

CW

20 metrar

CW

17 metrar

CW

Í tölvupósti til undirritaðs sagði Vilhjálmur m.a. “Jú, það er eins og sýnist, TF3DX/M fór líka á SSB! Stílbrot? Nei, það er einmitt svona sem ég hef notað fón, úr bílnum á 80 m “lókalt” ! Enda kom svar á 2. kalli…”. Þess má geta, að fjarskiptadagbók leiðangursins er komin á vefinn og eru QSO Vilhjálms staðfest þar. Hann sagði ennfremur: “Aðrar TF stöðvar sem ég annað hvort heyrði hafa QSO við VP8ORK eða hef séð í loggnum þar eru: TF3Y, TF3ZA, TF3SG, TF8GX, TF4X og TF4M)”.

Í CQ WW 160 metra CW keppninni sem haldin var helgina 28.-30. janúar s.l., var Vilhjálmur meðal þátttakenda úr bílnum. Árangur hans í keppninni er hreint út sagt, ótrúlega góður. Hann hafði alls 172 QSO, 42 DXCC einingar (lönd) í 9 CQ svæðum (e. zones) og 13 ríki og fylki í N-Ameríku.

Þess má geta að lokum, að Vilhjálmur notar 100W sendi-/móttökustöð í bílnum. Loftnetið er heimasmíðað og hann hefur sjálfur sagt að sér reiknist til að nýtnin sé um 2,5% á 160 metrum. Sjá nánar bráðskemmtilega grein eftir hann (með myndum) um TF3DX/M í 1. tbl. CQ TF 2010 (félagsmenn geta skoðað blaðið annars staðar á heimasíðunni).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four − four =