,

Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA á laugardag

TF3ARI og TF3TNT leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í gervihnattafjarskiptum.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram. Þetta er endurtekning á vel heppnuðum viðburði, sem fram fór frá félagsstöðinni þann 20. október s.l. Að þessu sinni verða höfð sambönd bæði á morsi og tali.

TF3IRA er nú að fullu QRV til fjarskipta um gervitungl. Á laugardag verður þess m.a. freistað að ná sambandi við geimstöðina ARISS, en um borð eru geimfarar sem jafnframt eru radíóamatörar. Meðal geimfara í stöðinni um þessar mundir er radíóamatörinn Akihiko Hoshide, KE5DNI, sem hefur að undanförnu haft töluvert af samböndum við aðra leyfishafa á jörðu niðri og við þau tækifæri notað kallmerki geimstöðvarinnar, OR4ISS.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn sem hafa áhuga á fjarskiptum af þessu tagi, að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar.


Yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA.

(1) VHF/UHF hringpóluð Yagi loftnet frá M2. VHF netið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF netið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. (2) Rótor er frá Yaesu af G-5400B gerð, sambyggður fyrir lóðréttar og láréttar stillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller) stýranlegur frá tölvu. (3) VHF og UHF formagnarar eru frá SSB-Electronic GmbH. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlutfall á UHF. (4) Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl. Hún er mest 100W á 144-146 MHz og mest 50W á 430-440 MHz.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =