,

Farsælt flug TF3CCP miðvikudaginn 9. maí

Nemendur við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sendu upp í dag, þann 9. maí, loftbelg í framhaldi af 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin var í Reykjavík 22.-24. mars s.l. Upphaflega átti að setja belginn á loft þann 24. mars, en veður hamlaði og var fluginu frestað. Þetta flug fór nú fram í dag (9. maí) og gekk ágætlega.

Flugið hófst á Grandagarði í Reykjavík (frá Grandabryggju) kl. 12:36 og varði flugið til kl. 13:26 er loftbelgurinn lenti í norðvesturhorni Kleifarvatns (um 20 metra úti í vatninu). Hann hafði þá náð hæst 21,7 km hæð (sem er nokkru lægra en búist var við). Einskonar “geimskip” var hengt neðan í belginn (með skírskotun til “Eve Online” leiksins), en að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, slitnaði það úr belgnum um líkt leyti og hann náði hámarkshæð (21,7 km).

APRS ferilvöktunarbúnaðurinn um borð stóð sig vel og voru merkin frá TF3CCP greinileg allan tímann. Margir radíóamatörar tóku þátt í að vakta merkin, m.a. þeir Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og Guðmundur Löve, TF3GL, sem óku á jeppum sínum suður að Kleifarvatni, auk Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA og
fleiri sem vöktuðu APRS-merkin á heimatölvum sínum.

Bestu þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, fyrir ljósmyndirnar og til Jóns Þóroddar Jónssonar, TF3JA, fyrir meðfylgjandi ferilkort.

Loftbelgurinn lentur í Kleifarvatni, ca. 20 metra frá landi. Ljósmynd: TF3ARI.

Belginn rak að landi skömmu síðar. Hér marar hann í hálfu kafi við ströndina. Ljósmynd: TF3ARI.

Nemendur við Háskólann í Reykjavík nálgast loftbelginn. Ljósmynd: TF3ARI.

Nemendur við Háskólann í Reykjavík ráða ráðum sínum eftir að belgnum hefur verið bjargað á þurft land. Þyrlan frá tölvuleikjaframleiðandanum CCP var komnin á staðinn til að sækja belginn. Ljósmynd: TF3ARI.

Á kortinu má sjá mynd af ferli loftbelgsins. Mynd: TF3JA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − ten =