,

ERINDI SÆMUNDAR TF3UA UM FLUTNINGSLÍNUR

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 8. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Flutningslínur“.

Fram kom í upphafi, að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulengdin er miklu lengri en línan sjálf. Farið var yfir mismunandi gerðir lína, hraðastuðul í kóaxköplum og margt fleira.

Sæmundur fór á áhugaverðan hátt (með dæmum) út í “praktíska” þætti eins og t.d. gerð línuspenna úr kóaxköplum og aðlögun sendis og loftnets. Þá skýrði hann fyrirbærin „balun“, „unun“ og standbylgjur enda áhugi mikill hjá viðstöddum á efninu.

Að lokum var klappað lengi og Sæmundi þakkað fróðlegt og vel heppnað erindi. Alls mættu 28 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 8. nóvember. Sæmundur Þorsteinsson TF3UA flytur erindi um flutningslínur. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.

Frá vinstri: Yngvi Harðarson TF3Y, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Jón Björnsson TF3PW, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Mathías Hagvaag TF3MH, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DZ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Einar Kjartansson TF3EK og Bjarni Sverrisson TF3BG. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.

Frá Vinstri: Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Sigmundur Karlsson TF3VE, Heimir Konráðsson TF1EIN, Einar Kjartansson TF3EK, Bjarni Sverrisson TF3GB, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmynd: Jónas Bjanason TF3JB.

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Sigmundur Karlsson TF3VE og Heimir Konráðsson TF1EIN. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.

Jón Björnsson TF3PW og Jón Hörður Guðjónsson TF3JHG. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason.

Umræðurnar héldu áfram eftir að erindinu lauk. Í ljós kom, að Sæmundur þekkti að sjálfsögðu vel til “Antennenbuch” eftir Karl Rothammel DM2ABK, sem er ein af uppáhalds loftnetabókum Bjarna. Frá vinstri: Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB og Bjarni Sverrisson TF3GB. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 3 =