,

Erindi bætast við á heimasíðuna

Alls hafa sjö fimmtudagserindi (á Power Point glærum) nú verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX: Sólblettir og úrbreiðsla radíóbylgna bættist við 28. apríl og í dag, 30. apríl, bættist við erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA: SDR sendi-/móttökutæki. Erindin eru öll nýleg, þ.e. frá þessu og síðasta ári. Þau eru, nánar til tekið:

JT65A og WSPR tegundir útgeislunar; erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, flutt 11. mars 2010.
Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 25. október 2010.
Keppnir og keppnisþátttaka; erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, flutt 17. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, fyrri hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 24. febrúar 2011.
Sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, síðari hluti; erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, flutt 17. mars 2011.
QRV á amatörböndum erlendis?; erindi Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, flutt 7. apríl 2011.
SDR sendi-/móttökutæki; erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, flutt 28. apríl 2011.


Erindin má finna undir veftré og leit á heimasíðu, undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.

Einnig má slá beint á þennan hlekk: http://www.ira.is/itarefni/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 4 =