,

Enn hægt að skrá sig á smíðanámskeiðið í febrúar

Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.

Nú styttist í næsta smíðanámskeið, en það verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá Steve, K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu.

Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).

Á myndinni að ofan má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com

Áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa verkefnið áður en smíðakvöldin hefjast.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 9 =