,

EchoLinkur TF3GW QRV á ný

Þór Þórisson, TF3GW

Þór Þórisson, TF3GW, hefur á ný gangsett EchoLink sinn á tíðninni 145.325 MHz; “node” númer 283634. Í samtali við Dadda í síma í dag, 5. maí, kom m.a. fram, að hann hefur að undanförnu unnið að uppfærslu búnaðarins, m.a. beinis (e. router), tölvu og hljóðkorts. Hann tekur fram, að enn geti komið fram hnökrar í notkun þar sem síðustu fínstillingarnar eru eftir, en biður menn þá um að láta sig vita.

Þór flutti erindi um EchoLink á vetrardagskrá félagsins þann 24. mars 2011. Hann útskýrði þá m.a. hvernig EchoLink vinnur. Um er að ræða tengingu tveggja amatörstöðva (eða fleiri) sem nota tveggja metra bandið. Merkin fara yfir netið þannig að annar leyfishafinn getur t.d. verið staddur hérlendis og hinn erlendis, í raun hvar sem er í heiminum. Forsendan er, að hvor leyfishafi um sig hafi aðgang að endurvarpa með nettengingu og búi yfir upplýsingum um svokallað “node” númer sem er 6 tölustafir.

EchoLink hugbúnaðurinn kom fyrst fram árið 2002 og er skráður samkvæmt einkaleyfi, en radíóamatörum er heimilt að nota hann frítt. Hönnuður hugbúnaðarins er radíóamatör, Jonathan Taylor, K1RFD. Talið er, að fjöldi radíóamatöra sem nota EchoLink í heiminum sé í dag um 200 þúsund, þar af eru um 5 þúsund QRV hverju sinni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four − 3 =