,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 8. febrúar 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (10.12.2022).

Mathías Hagvaag, TF3MH kemur að þessu sinni inn með uppfærða stöðu og 7. DXCC viðurkenninguna sem er á 10 metrum. Hann hafði fyrir DXCC á 30M, 20M, 17M, 15M, DXCC MIXED og RTTY/DIGITAL

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − five =