,

CQ WW KEPPNIN Á MORSI 2020

Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir í CQ World Wide DX morskeppninni 2020 sem fram fór 28.-29. nóvember s.l. 9 TF kallmerki sendu inn keppnisgögn, þar af 2 samanburðardagbækur (check-log).

7 TF stöðvar skiptast á 6 keppnisflokka. Áætlaður árangur í viðkomandi flokki er sýndur yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (H), ásamt heildarstigum.

TF1AM  Einm.fl., öll bönd, aðstoð, háafl; 350.856 stig; 691-H, 268-EU.
TF3VS  Einm.fl., öll bönd, lágafl, 59.780 stig; 763-W, 470-EU.
TF8KY  Einm.fl., öll bönd, lágafl, 4.752 stig; 1552-W, 888-EU.
TF3AO  Einm.fl., 15M, aðstoð, lágafl; 1.080 stig; 124-W, 64-EU.
TF3EO  Einm.fl., 20M, lágafl; 9.890 stig; 131-W, 76-EU.
TF3W  Einm.fl., 20M, aðstoð, háafl; 701.375 stig; 11-W, 10-EU. (TF3CW op.)
TF3SG  Einm.fl., 160M, háafl; 24.584 stig; 20-W, 15-EU.

Samanburðardagbækur (check-logs): TF3JB, TF3Y.

Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2021.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqww.com/raw.htm?mode=cw

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W frá Skeljanesi í keppninni. Hann náði mjög góðri niðurstöðu í erfiðum skilyrðum, eða 11. sæti yfir heiminn og 10. sæti yfir Evrópu. Fjöldi sambanda var alls 2623; 96 DXCC einingar; 30 CQ svæði og 701.365 heildarpunktar. Myndin er úr myndasafni ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 15 =