ARRL 160-METER CONTEST, CW.
Keppnin er haldin á laugardag 6. desember frá kl. 00:00 til sunnudags 7. september kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + ARRL/VE deild (e. section).
Skilaboð annarra: RST.
https://www.arrl.org/160-meter

KALBAR CONTEST, SSB.
Keppnin er haldin laugardag 6. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://kalbarcontest.com/rule/

PRO CW CONTEST.
Keppnin er haldin á laugardag 6. desember frá kl. 00:00 til sunnudags 7. september kl. 11:59.
Keppnin fer fram á CW á 80 og 40 metrum.
Skilaboð CW klúbbfélaga: RST + raðnúmer + „/M“.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://proradiocontestclub.com/PCC%20Rules.html

FT CHALLENGE.
Keppnin er haldin á laugardag 6. desember frá kl. 18:00 til sunnudags 7. september kl. 23:59.
Keppnin fer fram á FT8/FT4 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Móttökustyrkur + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
http://www.rttycontesting.com/ft-challenge/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Þetta var 5. dótadagurinn á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025. Hann bauð upp á mælingar á VHF/UHF handstöðvum viðstaddra, þ.á.m. yfirsveiflum og sendiafli. Ennfremur voru loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, voru m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. antenna analyzer), 100W gerviálag (e. dummy load) sem einnig var notað sem deyfiliður (e. attenuator).

Gerðar voru mælingar á yfirsveiflum og afli frá 12 VHF, UHF og HF stöðvum. Niðurstöður sýndu  annarsvegar, að stöðvar frá Icom, Kenwood og Yaesu voru til fyrirmyndar og hinsvegar, að stöðvar frá öðrum framleiðendum skiptust í tvo hópa, þ.e. „í lagi“ eða ekki „í lagi“. Reyndar kom ein ódýrasta VHF/UHF handstöðin mjög vel út á meðan ein dýrasta stöðin frá sama framleiðanda stóðst ekki lágmarkskröfur (skoðað út frá uppgefnum tækniupplýsingum).

Greinilega kom fram, að sumir framleiðendur eru að „spara“ með því að sleppa alveg yfirsveiflusíum, því sem dæmi, að þegar sent var út á 145 MHz fór S-mælir í botn og heyrðist líka hátt og skýrt í viðkomandi á 435 MHz (sem er 3. yfirsveifla). Viðstaddir voru sammála um, að vel búin „heimili“ radíóamatöra þurfi að koma sér upp (eða geta fengið að láni) mælitæki eins og notuð voru á staðnum til að sjá hvað er í gangi.

Þá voru prófuð fjögur VHF/UHF landstöðvaloftnet (sömu gerðar) frá þekktum Asíuframleiðenda, en aðeins eitt þeirra reyndist vera í „resónans“ á þeim böndum. Hin þrjú voru á eigintíðni allt annars staðar í tíðnisviðinu. Einnig kom fram, að önnur loftnetnet reyndust vera stillt fyrir tíðnir utan amatörbandanna, sem enginn notar.

Að lokum tók Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID þátt í tilraun þegar hann setti á höfuð sér  [heimatilbúinn] skermaðan ¼ λ „loftnethjálm“ fyrir VHF á meðan og Ari Þórólfur mældi standbylgjuna sem kom betur út samanborið við þegar hjálmurinn var mældur „höfuðlaus“. Á meðfylgjandi mynd má sjá loftnetið standa upp úr hjálminum.

Sérstakar þakkir til Ara fyrir skemmtilegan, fróðlegan og vel heppnaðan laugardag. Ennfremur þakkir til Ara Þórólfs og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir sem og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði frábært kaffi og tók til meðlæti.

Alls mættu 15 félagar í Skeljanes þennan ágæta vetrardag í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá var 5. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Jóns Atla Magnússonar, TF2AC og nefndist: „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)“.

Jón Atli fjallaði um nýju fjarskiptatæknina sem kölluð er DMR, Digital Mobile Radio. Hann er nýr leyfishafi sem fékk sitt leyfi fyrir ári og hélt sitt fyrsta erindi fyrir ÍRA fyrir stuttu síðan, erindið fjallaði um þátttöku hans sem nýliða í starfi ÍRA. Sérstaklega var áhugavert að heyra um afbragðs árangur hans í radíóleikum ÍRA í sumar.

DMR er stafrænn fjarskiptaháttur sem opnar nýjar víddir hjá amatörum. Nota má tiltölulega ódýrar handstöðvar, eða bílstöðvar til að hafa samband sín á milli í gegnum endurvarpa. Samskiptin eru truflanalaus. DMR endurvarparnir eru samtengdir gegnum netið. Því má fara inn um einn endurvarpa og úr á öðrum. Samskipti eru í „kallhópum“ og þeir heyra ekki endilega hver í öðrum þótt keyrt sé á sömu tíðnum. DMR kerfi finnast um allan heim og það er auðvelt að tala „út og suður“, þannig séð, eða eins og áhugi er.

Hér innanlands opnast ýmsar nýjar leiðir fyrir radíóamatöra, bæði með sambandi beint á endurvarpa eða nota nettengidós og fara á henni inn á endurvarpa og senda þannig út merki og vera í sambandi.  Að öðru leiti er radíótæknin sú sama og áður, þ.e. að loftnet þurfa að vera stillt á tíðni, og það þarf að gæta að standbylgju og töpum í köplum. Það má segja að DMR opni nýjar víddir fyrir amatöra án þess að rýra þau kerfi sem fyrir eru. Jón Atli hefur náð afbragðs árangri í DMR tækninni, sýndi handstöð sína og talaði í gegnum DMR endurvarpa ÍRA sem er á 70cm bandinu.

Gerður var góður rómur að erindi Jóns Atla sem fékk fjölda fyrirspurna.

Á eftir erindinu söfnuðust fundarmenn í spjall og „spekúlasjónir“ um hin ýmsu áhugamál amatöra.  Kaffiveitingar voru með ágætum sem ætíð.

Sérstakar þakkir til Jóns Atla Magnússonar, TF2AC fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Björns Bjarnasonar, TF3OSO fyrir ljósmyndir og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.

Það var vel mætt í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld, alls um 35 manns, félagsmenn og gestir. Erlendir gestir félagsins voru þau Chris Waldrup, KD4PBJ og XYL, sem eru búsett í Tennessee í Bandaríkjunum.

Stjórn ÍRA.

Upptaka var gerð af erindi TF2AC. Sjá vefslóðina: https://youtu.be/zFvnsjecf7M

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 29. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 5. dótadagur haustsins.

Vegna aukins áhuga á handstöðvum að undanförnu, er hugmyndin að mæla sendihlutann í VHF/UHF handstöðvum félagsmanna, þ.á.m. yfirsveiflur og sendiafl. Ennfremur verða loftnetin sem þeim fylgja prófuð. Mælitæki á staðnum, verða m.a. tíðnirófssjá (e. spectrum analyzer), loftnetssjá (e. Antenna analyzer), gerviálag (e. dummy load) o.fl.

Ath. að stöðin þarf að vera útbúin með tengi „male“ eða „female“ (sem einnig á við um loftnetið) í samræmi við það sem sýnt er á meðfylgjandi myndum og vera fullhlaðin. Verði tími aflögu, verður talað sýnt hvernig stilla á stöðvarnar til að þær geti opnað og sent í gegnum UHF endurvarpann TF3RVK sem settur var upp nýlega á Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sér um að laga kaffi og taka fram meðlæti. Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Stjórn ÍRA.

Fyrstu nýju leyfishafarnir sem náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis þann 1. þ.m. heyrðust í loftinu í gærkvöldi (25. nóvember).

Eftirfarandi voru a.m.k. QRV á VHF (á 145.500 MHz) í gærkvöldi: TF1KFP, TF3SH og TF8YA. Menn voru einnig að prófa nýja UHF endurvarpann sem er staðsettur í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Vonandi koma sem flestir þeirra sem náðu prófinu (og sótt hafa um kallmerki) fljótlega í loftið, en alls er um að ræða 19 manns.

Haminguóskir með ný kallmerki og velkomnir í loftið!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í Háskólanum í Reykjavík 1.11.2025. Ljósmynd: TF3JON.

Nýr UHF endurvarpi, TF3RVK var gangsettur þann 24. nóvember 2025 kl. 17:00. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður er Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.

QRG er 439.900 MHz (TX) og 432. 900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn í sendingu er 88,5 Hz. Notað er ¼ λ loftnet og er tækið stillt á „Wide FM“. Kallmerki endurvarpans [TF3RVK] er sent út á morsi einu sinni á klukkustund.

Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ sem settu upp og gengu frá nýja endurvarpanum. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þetta frábæra framtak.

Stjórn ÍRA.

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 27. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC „Allt um DMR (Digital Mobile Radio)”. Húsið opnar kl. 20:00 og Jón Atli byrjar stundvíslega kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

félagsmönnum bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara, en DMR endurvarpi (TF3DMR) var settur upp í Skeljanesi 28. ágúst s.l. Nýir leyfishafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Stærsta alþjóðlega keppni ársins 2025 á morsi, CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 29.-30. nóvember.

Þetta er 2 sólarhringa keppni; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 Mhz.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað inn keppnisgögnum fyrir 9 TF kallmerki í fyrra (2024).

Stefnt er að því að virkja félagsstöðina, TF3W í keppninni og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband á ira@ira.is

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://cqww.com/
Keppnisreglur: https://cqww.com/rules.htm

.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. nóvember.

Rætt var m.a. um skilyrðin á HF, sem hafa verið mjög góð að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Þá er áhugi er fyrir þátttöku í stærstu morskeppni ársins, CQ World Wide DX CW keppninni sem fram fer helgina 29.-30. nóvember n.k. Góðar líkur eru til að félagsstöðin TF3W verði virkjuð í keppninni og er vonast er til að skilyrði verði hagstæð.

Jón Atli Magnússon, TF2AC afhenti Baofeng UV-5R mini VHF/UHF handstöðvarnar sem Hrafnkell Eiríksson, TF3HR annaðist hópinnkaup á fyrir nýja leyfishafa. Stöðvarnar fengust við góðu verði (Eur 25) og eru með 2/5W sendiafl á FM; með litaskjá, „Bluetooth“ o.fl.  Þá mætti Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS með ný kínversk mælitæki og sýndi viðstöddum.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur nýlega borist af kortum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga.

Þakkir til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi og taka til meðlæti sem og til þeirra Einars Sandoz, TF3ES og Kristján Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir.

Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.

Stjórn ÍRA.