Fámennt en góðmennt var í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EK fór yfir framkvæmd komandi Útileika og sýndi á grasflötinni við Skeljanes hve auðvelt er að setja upp loftnet í fljótheitum og fara í loftið á 80 og 20 metrum. Allt sem þarf er stöð með aflgjafa, 2o metra langur vír, rápstöng eða eitthvað til að binda endann á loftnetinu í og lyfta því yfir jörð og bíll eða radíóamatör sem mótvægi.

TF3EK og TF3DT skeggræða um upphitun alheims og loftnet.

Þegar líða tók á kvöldið kom einn nýorðinn radíóamatör, TF3PW Jón Björnsson, í heimsókn og sagðist stefna að koma í loftið um hegina frá Skorradal.

Inni í húsi sátu TF3MH og TF3JA og ræddu um félagsheimilið og framtíð þess.

Radíómatörar eru hvattir til að taka þátt í Útileikunum um helgina þrátt fyrir að verulegar líkur séu á slæmum HF skilyrðum. Þessa stundina er k stuðullinn 4.

Sérheimild til að nota 60 metra bandið óbreytt var í maí á þessu ári framlengd til 31. desember 2017 meðan verið er að skoða framhaldið.
 
Bréf frá Pfs 12. maí á þessu ári:
Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.
25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið ..
Ofangreind heimild framlengist hér með til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.
Með kveðju
PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN
Hörður R. Harðarson
f.h. stjórnar ÍRA,
góða helgi
73 de TF3JA

Á útileikum reynir  á samskpti innannlands með HF og MF bylgjum. Víða í óbyggðum, inn á milli fjalla og í þröngum dölum er ekki hægt að treysta á  að hægt sé að ná sambandi með farsímum og öðurm tækjum sem byggja á VHF eða hærri tíðnum. Góð loftnet fyrir bylgjulengdir á bilinu 40 til 160 metrar þurfa ekki að vera flókin smíð, en þau eru plássferk. Fáir þeirra sem búa í þéttbýli hafa t.d. pláss fyrir hálfbylgju loftnet fyrir 80 eða 160 metra heima hjá sér.

Einfalt loftnet, sem ekki þarf aðlögun á 80m, er 20 m langur vír sem tengdur er beint í miðju loftnetstengis á stöð sem fær rafmagn frá bíl. Í þessu tilfelli virkar bíllinn sem mótvægi. Með tjúner má nota 50 til 60 m langan vír á öllum útileikja böndum, þar sem bíll er mótvægi. Dæmi um vír sem ódýr og þjáll í notkun:  www.reykjafell.is/vorur
Í opnu húsi í Skeljanesi í kvöld verða sýnd dæmi um vír loftnet sem henta fyrir útileika.

Hér eru frekari upplýsingar um útileikana.

 

Eitt af markmiðum við endurskoðun á reglum um TF útileika, var að gera rafræn skil og úrvinnslu á radíó dagbókum auðveldari. Nú verður hægt að skrá dagbókina inn jafnóðum og jafnframt fylgjast með stöðu annara þáttakenda. Vinnan við verkfærin er það langt komin að hægt er að sjá formið á færslum og stigaútreikning hér.

Viðmót radídagbókar fyrir TF útileika 2017.

TF3GD og TF3DX verða á 145.500 FM og 14.034 CW í Hrafntinnuskeri um hádegisbil í dag sunnudaginn 30. júlí.

Vonumst vera Hrafntinnuskeri hádegisbil, 3GD m. gott loftn. 145.500,  3DX CW 14.034 +/– QRM.

73, Villi       Sent úr Samsung-spjaldi

 

TF15MOOT er í loftinu á 14.289 SSB.

 

 

[ultimatemember_password]

[ultimatemember form_id=12903]

Árni Freyr Rúnarsson skrifar á fésbók:

Hæ, eins og flestir hér vita þá er stórt alþjóðlegt skátamót, World Scout Moot, hafið á Úlfljótsvatni. Við verðum í loftinu alveg fram yfir verslunarmannahelgi á kallmerkinu TF15MOOT. Við verðum á skátatíðnunum og eru þær gefnar upp í meðfylgjandi skjali http://www.arrl.org/files/file/2010%20Jota%20info.pdf.

73s TF15MOOT

 

Frá hádegi á laugardag 29/7 til hádegis á sunnudag 30/7.  IOTA númer eru margfaldarar:

ICELAND

EU-021 TF – Ísland er landið +

EU-168 TF – (Coastal islands not qualifying for other groups). ICELAND’S COASTAL ISLANDS (=Aedey, Akureyjar, Andey, Arney, Bildsey, Bjarnarey, Bjarneyjar, Brokey, Drangey, Eldey, Eldeyjardrangur, Ellidaey, Engey, Fagurey, Flatey [x2], Fremri Langey, Grimsey [x2], Hergilsey, Hlada, Holey, Hrappsey, Hrisey, Hrollaugseyjar, Hvallatur, Klofningur, Langey, Malmey, Manareyjar, Olafseyjar, Oxney, Papey, Raudseyjar, Seley, Skaleyjar, Skrudur, Sudurlond, Svefneyjar, Svidnur, Tvisker, Videy, Vigur [x2]) (Note: not EU-071 counters)

EU-071 TF7 – Read more

Opnunarræða Don Beattie, G3BJ formanns IARU svæðis 1, í Friedrichshafen.

Don, G3BJ beinir orðum sínum að þér, radíóáhugamaður:

Það eru forréttindi fyrir mig að þema HamRadio 2017 er IARU, alþjóðasamband radíóamatöra. DARC, samband þýskra radíóamatöra hefur valið IARU sem þema, eflaust að hluta til vegna þess að þriggja ára ráðstefna IARU svæðis 1 verður haldin nálægt München síðar á þessu ári. Við í IARU erum þakklát DARC fyrir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í til að tryggja að ráðstefnan heppnist vel.

Ég vona að mér leyfist að fara hratt yfir hvers vegna IARU skiptir máli fyrir radíóáhugamenn. Við vitum öll að radíótíðnisviðið er ekki ótakmarkað og sífellt er vaxandi eftirspurn eftir tíðnum fyrir almenna og hernaðarlega notkun. Þrýstingurinn á radíórófið er mikill og við radíóamatörar verðum að leggja fram mikla vinnu til að tryggja að við höldum áfram að njóta þeirra forréttinda sem aðgangur okkar að tíðnirófinu er.

Ákvörðun um úthlutun tíðnirófsins hefur verið í gegnum alþjóðasamskiptasamninga á vegum ITU, fjarskiptastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á þriggja til fjögurra ára fresti er haldinn alheimstíðniráðstefna WRC, World Radio Confereance, þar sem ákvörðun er tekin um notkun radíótíðnisviðsins um allan heim fram að næstu ráðstefnu. Í auknum mæli fer undirbúningsvinnan fyrir WRC, fyrirfram hjá helstu fjarskiptastofnunum heimsins. Helstu þeirra eru CEPT í Evrópu, CITEL í Ameríku, APT í Asíu og Kyrrahafssvæðinu og ATU í Afríku, ásamt ASMG í Arabíska heiminum og RCC í Rússlandi og nágrannaríkjum. Vinnan fyrir næstu WRC sem haldin verður í lok 2019, hófst í byrjun 2016.

IARU eru einu samtök radíóamatöra, sem hefur formlega aðgang að ITU og fjarskiptastofnunum landa um allan heim. Fjöldi nefnda og vinnuhópa víða um heim taka þátt í undirbúningi fyrir WRC.  Ýmsar innlendar eftirlitsstofnanir leggja fram tillögur þannig að áhrif og áskorun á landsvísu er mikilvægur hluti af IARU hlutverkinu. Þú getur vart ímyndað þér allan þann fjölda WRC mála og tillagna sem fram koma á milli WRC ráðstefna og snerta okkar áhugamál.

Þannig er IARU á landsvísu, með innlendum félagasamtökum, á heimsvísu í þremur svæðissamtökum radíóamatöra og hjá ITU í að vinna fyrir þig til að tryggja radíóáhugamálið til framtíðar. Þetta starf er eingöngu unnið af sjálfboðaliðum – við höfum enga launaða starfsmenn – svo þú getur skilið er ég viss um, að við erum mjög háð því að fólk komi fram til að hjálpa okkur í þessu starfi.

Einn mikilvægur þáttur í kjarnavinnu IARU er tíðnirófsvernd. Það hefur lítið gildi að úthluta tíðnum til radíóáhugamanna ef þær eru ónothæfar vegna truflana – hvort sem það eru rafmagnstruflanir eða truflanir frá pírötum. IARU tekur mikinn þátt í starfi alþjóðlegra staðlastofnana og telur það skynsamlegt að setja fram útgeislunarstaðla fyrir rafmagns- og rafeindabúnað eins og sólarrafhlöður, vindorkuver, ýmis stafræn tæki, VDSL+ADSL og búnað fyrir þráðlausa rafhleðslu. Sumir segja jafnvel að stór hluti radíótíðnisviðsins sé ónothæfur í þéttbýli núorðið og ég hef samúð með þeirri skoðun. Því miður er eftirlit í mörgum Evrópulöndum svo lítið að tæki og þjónustur sem ekki uppfylla útgeislunartakmarkanir eru settar á markað með sjálfstæðri vottun án mikillar hættu á kvörtunum. IARU mun halda áfram að vinna að þessu, en ég verð að segja að án vilja meðal eftirlitsaðila til að takast á við sífellt versnandi rafmagnstruflanir er ég mjög áhyggjufullur um getu okkar til að viðhalda nothæfu radíótíðnisviði í sumum borgum Evrópu.

Annar mikilvægur hluti af vinnu IARU er vöktunarkerfið sem fylgist með fjarskiptatíðnum radíóáhugamanna og í mörgum tilvikum er hægt að ná að leysa vandamál sem upp koma með góðum samskiptum við innlenda eftirlitsaðila. Við fögnum stuðningi eftirlitsaðila við þetta verkefni og munum halda áfram að vinna uppbyggilega með þeim.

Við verðum einnig að vera meðvituð um vinnuna sem IARU leggur í við að hvetja til skynsamlegrar notkunar á radíótíðnisviðinu og þannig tryggja að hin fjölmörgu áhugasvið radíóamatöra geti starfað hlið við hlið án truflana á milli amatöra og þannig hámarkað skilvirka nýtingu tíðnirófsins. IARU er eina stofnunin sem hefur aðildarfélög um heim allan – við höfum 167 aðildarlönd – sem geta samræmt hagsmuni radíóáhugamanna til að koma á skynsamlegum áætlunum á frjálsum grundvelli.

Þetta var yfirlit yfir kjarnavinnu IARU á nokkrum mínútum. Samandregið í eina setningu, IARU vinnur að verndun forréttindaaðgangs radíóamatöra að radíótíðnirófinu og við að tryggja skilvirka nýtingu radíóamatöratíðnisviða.

Og að lokum auglýsing: Ef þú ert í aðstöðu til að aðstoða IARU, í gegnum yfirvöld í þínu landi, til dæmis á fundum hjá fjarskiptastofnun þíns lands eða í staðlavinnu, vinsamlegast komdu og bjóddu fram þína hjálp.

TF3JA þýddi og endursagði.