Páskaleikarnir hófust í gær, 7. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.
Félagsstöðin TF3IRA hefur verið QRV í dag, laugardag 8. apríl frá kl. 09. Við reiknum með að verða í loftinu fram undir kl. 16:00. Að öllum líkindum verður TF3IRA einnig QRV á morgun, sunnudag.
Stöðin er virk á 70cm og 2M (FM), 4M (SSB og CW), 6M (SSB og CW) og á 3.637 MHz (SSB og CW).
Þegar þetta er skrifað hafa alls 20 TF kallmerki verið skráð í Páskaleikana. Ath. að það er hægt að nýskrá sig allan tímann á meðan leikarnir stand yfir. Vefslóð:http://leikar.ira.is/paskar2023/
Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!
Stjórn ÍRA.
Njáll H. Hilmarsson TF3NH virkjar TF3IRA í páskaleikunum 2023.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-08 13:37:062023-04-14 15:14:59TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-06 12:15:012023-04-06 12:16:26PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA
Páskaleikarnir verða haldnir helgina 7.-9. apríl. Leikarnir hefjast föstudaginn 7. apríl kl. 18:00 og þeim lýkur 9. apríl kl. 18:00.
QSO gilda á: 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst – um endurvarpa.
Reglur og skráning á leikjavef TF8KY hér: http://leikar.ira.is/paskar2023/ Best er að skrá sig strax en hægt er að skrá sig allan tímann á meðan leikarnir standa yfir.
Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna svarar spurningum ef einhverjar eru: hrafnk@gmail.com
Félagsstöðin TF3IRA verður a.m.k. QRV á laugardag. Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði sem hluta úr degi eða e.t.v. annan daginn!
Stjórn ÍRA.
Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-05 12:47:522023-04-05 12:59:28TVEIR DAGAR Í PÁSKALEIKA 2023
Sérheimild [2020-2022] til notkunar á 70.000-70.250 MHz rann út um s.l. áramót (31.12.2022).
Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fjarskiptastofa.is Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2023 og 2024.
Á þetta er minnt nú, þar sem páskaleikarnir fara fram 7.-9. apríl n.k. og 70 MHz (4 metrar) eru eitt af þeim böndum sem í boði eru í leikunum.
Úrslit liggja fyrir í CQ WW SSB keppninni 2022. Alls var skilað gögnum fyrir 10 TF kallmerki í 5 keppnisflokkum.
Hamingjuóskir til Benedikts Sveinssonar, TF1T sem náði mjög góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á öllum böndum, háafli – eða nær 2,3 millj. heildarpunktum og 3.000 samböndum. Þessi árangur skilaði 38. sæti yfir heiminn og 10. sæti í Evrópu.
Ennfremur hamingjuóskir til Georgs Magnússonar, TF2LL sem náði góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á 40 metrum, háafli – eða rúmlega 28 þúsund heildarpunkum og 211 samböndum. Þessi árangur skilaði 24. sæti yfir heiminn og 14. sæti yfir Evrópu.
Sérstakar hamingjuóskir til þeirra Júlíu Guðmundsdóttur, TF3JG og Kristjáns J. Óskarssonar, TF4WD sem tóku þátt í fyrsta skipti í þessari stóru alþjóðlegu keppni.
Síðast, en ekki síst hamingjuóskir til allra TF leyfishafa sem tóku þátt í keppninni.
Stjórn ÍRA.
.
Benedikt Sveinsson, TF3T. Eimennningsflokkur, öll bönd, háafl. 2,281,500 heildarpunktar. 3,000 QSO – 99 CQ svæði – 369 DXCC einingar – 36.5 klst. þátttaka. Nr. 38 yfir heiminn / nr. 10 í Evrópu.
Andrés Þórarinsson, TF1AM. Einmennigsflokkur, öll bönd, háafl. 251,804 heildarpunktar. 903 QSO – 56 CQ svæði – 182 DXCC einingar – 25.1 klst. þátttaka. Nr. 206 yfir heiminn / nr. 57 í Evrópu.
HRAFNKELL SIGURÐSSON, TF8KY. Einmenningflokkur, öll bönd, háafl. 151.488 heildarpunktar. 499 QSO – 46 CQ svæði – 146 DXCC einingar – 18.8 klst. þátttaka. Nr. 293 yfir heiminn / nr. 83 í Evrópu.
ÓÐINN ÞÓR HALLGRÍMSSON, TF2MSN. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl. 152.736 heildarpunktar. 339 QSO – 63 CQ svæði – 195 DXCC einingar – 32.3 klst. þátttaka. Nr. 219 yfir heiminn / nr. 98 í Evrópu.
VILHJÁLMUR Í. SIGURJÓNSSON, TF3VS. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl. 41.720 heildarpunktar. 259 QSO – 29 CQ svæði – 120 DXCC einingar – 18.4 klst. þátttaka. Nr. 717 yfir heiminn / nr. 362 í Evrópu.
KRISTJÁN J. GUNNARSSON, TF4WD. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl. 39.325 heildarpunktar. 251 QSO – 30 CQ svæði – 113 DXCC einingar – 24.6 klst. þátttaka. Nr. 748 yfir heiminn / nr. 381 í Evrópu.
JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, TF3JG. Einmenningflokkur, öll bönd, lágafl. 4.087 heildarpunktar. 60 QSO – 20 CQ svæði – 41 DXCC eining – 7.5 klst. þátttaka. Nr. 1652 yfir heiminn / nr. 778 í Evrópu. (Sérstök skrásetning í flokki nýliða (Rookie Overlay) nr. 186 yfir heiminn / nr. 97 í Evrópu)
ÁRSÆLL ÓSKARSSON, TF3AO. Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl. 4.879 heildarpunktar. 109 QSO – 7 CQ svæði – 34 DXCC einingar – 3.9 klst. þátttaka. Nr. 84 yfir heiminn / nr. 44 í Evrópu.
JÓNAS BJARNASON, TF3JB. Einmenningsflokkur, 20 metrar, láafl. 154 heildarpunktar. 6 QSO – 5 CQ svæði – 6 DXCC einingar – 0.2 klst. þátttaka. Nr. 68 yfir heiminn / nr. 41 í Evrópu.
GEORG MAGNÚSSON, TF2LL. Einmenningsflokkur, 40 metrar, háafl. 28.301 heildarpunktar. 211 QSO – 21 CQ svæði – 70 DXCC einingar – 9.4 klst. þátttaka. Nr. 24 yfir heiminn / nr. 14 í Evrópu.
.
Benedikt Sveinsson TF3T í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu hans og Guðmundar Sveinssonar TF3SG við Stokkseyri (TF3D). Mynd: TF3T.
Mynd af mælitækjunum sem voru flutt í Skeljanes til mælinga.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM mættu í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Að þessu sinni voru sérstaklega skoðuð gæði í sendingum VHF/UHF stöðva. Allt saman voru VHF/UHF handstöðvar. Einnig voru mæld loftnet og kóax kaplar.
Skemmtilegur sunnudagur og góðar umræður yfir kaffinu.
Þakkir til þeirra Ara og Jóns fyrir að bjóða upp á viðburðinn.
Alls mættu 9 félagar og 1 gestur þennan ágæta og sólríka sunnudag í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Ari Þórólfur tengir Yaesu handstöð við mælitækið.Mælingar í gangi.Coax kapall mældur. Þessi reyndist í lagi, en annað tengið (N í sma) reyndist bilað.Loftnet sem var prófað í Skeljanesi í dag. Ágætis “dummy load”. Það var líka prófað með loftnetsmæli. Fín dýfa á 146 MHz en það var slappara gagnvart móttakaranum á Perlunni heldur en gott handstöðvarloftnet á 145.500 MHzHans Konrad Kristjánsson TF3FG, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3A og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK. Ljósmyndir: TF3LM og TF3PW.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-03 10:46:042023-04-03 11:02:01MÆLT Í SKELJANESI Á SUNNUDEGI
Því fylgir ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 2. tbl. 2023. Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 2. apríl.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-02 09:19:342023-04-02 09:25:36NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM, mæta í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Hugmyndin er að skoða sérstaklega gæði í sendingum VHF/UHF stöðva.
Ari mun hafa meðferðis vönduð mælitæki, þ.á.m. frá Rhode & Schwartz. Búnaðurinn getur mælt eiginleika sendihluta stöðva sem vinna frá 28 til 6000 MHz. Aflgjafar og gerviálög (e. dummy loads) verða á staðnum. Mælibúnaðurinn ræður við að mæla stöðvar sem gefa út að lágmarki 1mW og að hámarki 100W.
Félagsmönnum er með boðið að koma með bílstöðvar og/eða handstöðvar sem vinna í þessum tíðnisviðum. Minnt er á að taka með straumsnúrur og hljóðnema. Og, ef handstöðvar að hafa þær fullhlaðnar.
Húsið verður opnað kl. 13:00. Mælingar hefjast kl. 13:30. Lavazza kaffi á könnunni og kaffibrauð frá Björnsbakaríi.
Stjórn ÍRA.
.
Myndirnar að neðan voru teknar á síðasta “mælingadegi” VHF/UHF stöðva sem þeir Ari og Jón héldu 29. febrúar 2020 (rétt fyrir Covid-19 faraldurinn). Alls mættu 30 félagar og gestir í Skeljanes í það skiptið.
VHF/UHF mælingardagur í Skeljanesi 2020. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson (bak í myndavél), Jón G. Guðmundsson TF3LM og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM.Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA (bak í myndavél) og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE.Mathías Hagvaag TF1MH (bak í myndavél), Hörður Bragason TF3HB, Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Síðan koma Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Björgvin Víglundsson TF3BOI (allir með bak í myndavél). Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-04-01 12:34:392023-04-01 12:41:13MÆLINGASUNNUDAGUR Í SKELJANESI
Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember með með erindið: „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“.
Ágúst flutti afar greinargott og fróðlegt erindi um reynslu sína í þessum efnum, en hann hefur aðstöðu fyrir loftnet og búnað í sumarhúsi sínu sem er í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá heimili hans í Garðabæ.
Hann notar Kenwood TS-480 stöð og tengibúnað frá RemoteRig. https://www.remoterig.com/wp/ og https://shop.microbit.se/webshop/catalog Stöðin er með laustengdu stjórnborði, þannig að RF hlutinn er hafður í sumarhúsinu og stjórnborðið heima. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er, að ekki þarf sérstaka tölvu í sveitinni. Ágúst nefndi, að sambærilegt fyrirkomulag sé í boði fyrir fleiri gerðir af stöðvum sem eru með laustengd stjórnborð, t.d. Icom IC-7100, en Kenwood hefur hætt framleiðslu á TS-480. Hefðbundnar stöðvar þurfa hins vegar flestar tölvur á báðum endum.
Meginkosturinn við þessa lausn að nota RemoteRig boxin, er að þetta eru litlar sérhæfðar tölvur sem sjá sjálfvirkt um öll samskipti og merkjaflutning milli staða. Nóg er að setja 12VDC á boxin og þá tengja þau sjáfvirkt stjórnborðið á stöðinni heima og RF hlutann í sveitinni. Meginvandinn var til að byrja með léleg netþjónusta þar sem sumarhúsið er staðsett. Aukin samkeppni og þróun í netbúnaði hefur hins vegar auðveldað málið og gat Ágúst þess, að í dag sé tengingin yfir netið hnökralaus og kostnaður ásættanlegur. Hann notar 4G í sveitinni og ljósleiðara heima í Garrðabæ, hvort tveggja frá Mílu/Símanum.
Ágúst sýndi forritið Ping Plotter sem hentar vel til að greina hnökra í netsambandinu.
Ágúst hafði með sér fjarstýribúnað í fundarsal og sýndi virkan hans eftir erindið og mátti greinilega heyra að truflanir eru litlar sem engar í sveitinni. Hann fékk fjölda fyrirspurna sem hann leysti greiðlega úr.
Sérstakar þakkir til Ágústar fyrir vel flutt og vandað erindi. Alls mættu 30 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta regnmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Ágúst sýndi margar áhugaverðar glærur. Á borðinu er laustengda stjórnborðið frá Kenwood TS-480SAT stöðinni sem hann notaði til að hafa samband yfir netið gegnum RF hluta stöðvarinnar sem er í sumarhúsinu.Skýringarmynd af uppsetningu á Kenwood TS-480SAT og RemoteRig búnaðinum.Skýringarmynd sem sýnr virkan búnaðarins heima í Holtsbúð í Garðabæ.Upplýsingar um loftnetið sem TF3OM notar í sumarbústaðnum.Jón E. Guðmundsson TF8KW, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Mathías Hagvaag TF3MH.Benedikt Sveinsson TF3T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Hans Konrad Kristjánsson TF3FB.Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Adolfsson TF3DT.Kristján Benediktsson TF3KB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Ljósmyndir: Georg Kulp TF3GZ.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 23.-28. mars 2023.
Alls fengu 19 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 4, 6, 10, 12, 15, 17, 20, 40, 60, 80 og 160 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svo kallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Stjórn ÍRA.
TF1AM SSB á 160 metrum. TF1EIN FT8 á 10, 17 og 60 metrum. TF1EM FT8 á 20 metrum. TF1JI FM á 2 metrum. TF1VHF CW á 4 og 6 metrum. TF2LL SSB á 15 og 20 metrum. TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 10, 12, 20 og 160 metrum. TF3E SSB á 160 metrum. TF3D SSB á 10, 15, 20 og 40 metrum. TF3EK/P SSB á 12 metrum. TF3JB CW, FT4 og FT8 á 10, 12 og 20 metrum. TF3LB FT8 á 15 metrum. TF3MH FT8 á 12 metrum. TF3SG CW á 17 metrum. TF3T SSB á 15 og 20 metrum. TF3VE FT8 á 17 og 60 metrum. TF3WO SSB á 160 metrum. TF5B FT8 á 12, 15, 17 og 40 metrum. TF8SM CW og SSB á 17 og 160 metrum.
Glæsileg fjarskiptaaðstaða Erlings Guðnasonar TF3E í Reykjavík. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF1AM.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-03-29 17:04:372023-03-29 17:07:10VÍSBENDING UM VIRKNI