Til íslenskra radíóamatöra:
Sá mikli heimshornaflakkari, Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, kemur til okkar nk. fimmtudagskvöld og segir frá ferðum sínum um Evrópu á sínum ágæta fjarskiptabíl, Ford Econoline. Þau hjónin hafa flakkað vítt og breitt í sumar og Ólafur hefur farið í loftið á hinum ólíklegustu stöðum.
Frá þessu segir Ólafur og hefur sér til hjálpar landakort og eitthvað af ljósmyndum.
Svo er rúsínan í pylsuendanum: Ólafur kemur með bíl sinn vestur í ÍRA og verður bíllinn til sýnis svo menn geta séð hvað þarf til að operera út bíl á ferðalögum.
Látið ekki happ úr hendi sleppa. Fjölmennum og hlustum á Ólaf segja frá reynslu sinni. Erindið verður um 20 mínútur og svo verður bíllinn til sýnis. Bíllinn er svo að fara í vetrargeymslu.
Með kærri kveðju,
Andrés, TF3AM
18. september 2025 kl 20:30