
Endurinnrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi fyrir rúmum 36 árum.
Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14.
Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz.
Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm )og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík, sendiafl 30W og loftnet tvípóll.
Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 36 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á lagernum hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Þegar eldri ramminn var “opnaður” nýlega til að sækja upphaflega afritið til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út CQ de TF3IRA. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma. Þess má geta að lokum, að sami félagsmaður kostar endurinnrömmunina nú og kostaði hana áður.
Stjórn Í.R.A. þakkar gjöfina og verður henni komið fyrir í fjarskiptaherbergi Í.R.A. í samráði við stöðvarstjóra.





ýjasta hefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið út og má nálgast á vef félagsins. Um er að ræða októberheftið, sem er í seinna lagi að þessu sinni en kemur vonandi ekki að sök. Við höfum fengið aðstoð við umbrot og uppsetningu blaðsins, sem hjálpaði til við útgáfuna og fellur lesendum vonandi vel. Skilafrestur janúarheftis er sunnudaginn 19. desember.
